Húnavaka - 01.05.1962, Side 53
GUÐBRANDUR ÍSBERG:
Ferdaþættir úr Noregsför
Á síðastliðnu sumri var íarin sú för, er sökum tilefnis hennar mun
lengi munuð, bæði hér á landi og í Noregi, a. m. k. í Hrífudal á Fjölum.
Hinn 14. september lagði Hekla, flaggskip Skipaútgerðar ríkisins, upp
í Noregsför, með dómsmálaráðherra Bjarna Benediktsson, ásamt um
það bil 150 farþegum öðrum innanborðs, en fararstjóri var Guðjón
Teitsson forstjóri Skipaútgerðarinnar.
Förinni var heitið til Noregs nánar tiltekið til Hrífudals í Dalsfirði,
en þar skyldi dómsmálaráðherrann f. h. ríkisstjórnar Islands og íslenzku
þjóðarinnar afhjúpa og afhenda standmynd af Ingólfi Arnarsyni, „föð-
ur Islandsbyggðar", nákvæma afsteypu af styttu Ingólfs á Arnarhóli.
Með í förinni voru fréttamenn útvarps og blaða og hefir mikið verið frá
henni sagt og um hana skrifað, enda mun nákvæm frásögn af því ferða-
lagi öllu vel geta enzt sem efni í heila bók. Hér verður aðeins minnst á
fátt eitt og helzt það, er mesta vakti athygli undirritaðs, er var með í
förinni, en minna um fjallað af öðrum.
Hekla hreppti mótvind og hið versta veður á leið sinni til Noregs og
tafðist af þeim sökum um heilan sólarhring. Til marks um veðrið má
geta þess, að 4 menn aðeins mættu til hádegisverðar hinn fyrsta dag í
hafi, og var einn þeirra landkrabbi, sem varla hafði séð sjó áður. Er gott
til þess að vita að til eru menn, sem ekki geta orðið sjóveikir og skal
það öfundarlaust af mér, þó að ég hefði áhuga fyrir því einu að tolla
í kojunni, sem stundum reyndist full erfitt. Hekla gengur vanalega 13-
14 mílur, en nú fór hún aðeins 7-8 mílur á leið sinni til Færeyja, en
þó aðeins 3-4 mílur nokkrar klukkustundir, líkt og gangandi maður,
meðan gert var við skemmdir, er á henni urðu ofan þilja, er hnútur
reið á hana og braut hlera og glugga í matsal skipsins.
Þann sama dag fórst skip frá Hornafirði með 7 mönnum, en 2 komust