Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Síða 53

Húnavaka - 01.05.1962, Síða 53
GUÐBRANDUR ÍSBERG: Ferdaþættir úr Noregsför Á síðastliðnu sumri var íarin sú för, er sökum tilefnis hennar mun lengi munuð, bæði hér á landi og í Noregi, a. m. k. í Hrífudal á Fjölum. Hinn 14. september lagði Hekla, flaggskip Skipaútgerðar ríkisins, upp í Noregsför, með dómsmálaráðherra Bjarna Benediktsson, ásamt um það bil 150 farþegum öðrum innanborðs, en fararstjóri var Guðjón Teitsson forstjóri Skipaútgerðarinnar. Förinni var heitið til Noregs nánar tiltekið til Hrífudals í Dalsfirði, en þar skyldi dómsmálaráðherrann f. h. ríkisstjórnar Islands og íslenzku þjóðarinnar afhjúpa og afhenda standmynd af Ingólfi Arnarsyni, „föð- ur Islandsbyggðar", nákvæma afsteypu af styttu Ingólfs á Arnarhóli. Með í förinni voru fréttamenn útvarps og blaða og hefir mikið verið frá henni sagt og um hana skrifað, enda mun nákvæm frásögn af því ferða- lagi öllu vel geta enzt sem efni í heila bók. Hér verður aðeins minnst á fátt eitt og helzt það, er mesta vakti athygli undirritaðs, er var með í förinni, en minna um fjallað af öðrum. Hekla hreppti mótvind og hið versta veður á leið sinni til Noregs og tafðist af þeim sökum um heilan sólarhring. Til marks um veðrið má geta þess, að 4 menn aðeins mættu til hádegisverðar hinn fyrsta dag í hafi, og var einn þeirra landkrabbi, sem varla hafði séð sjó áður. Er gott til þess að vita að til eru menn, sem ekki geta orðið sjóveikir og skal það öfundarlaust af mér, þó að ég hefði áhuga fyrir því einu að tolla í kojunni, sem stundum reyndist full erfitt. Hekla gengur vanalega 13- 14 mílur, en nú fór hún aðeins 7-8 mílur á leið sinni til Færeyja, en þó aðeins 3-4 mílur nokkrar klukkustundir, líkt og gangandi maður, meðan gert var við skemmdir, er á henni urðu ofan þilja, er hnútur reið á hana og braut hlera og glugga í matsal skipsins. Þann sama dag fórst skip frá Hornafirði með 7 mönnum, en 2 komust
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.