Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Page 54

Húnavaka - 01.05.1962, Page 54
52 HÚNAVAKA af, voru fluttir til Færeyja og voru teknir með Heklu á heimleið. Um hádegi á laugardag var siglt i gegnum „Vestmannasund“ í Færeyjum, en það er milli Straumeyjar og Vestureyjar. Tók sú sigling um klukku- stund og var farin meðfram til þess, að farþegar ættu þess frekar kost að taka til sín einhverja lífsnæringu, en fram að þeim tíma hafði bryti skipsins litlu þurft að kosta til þeirra hluta. Þá tók við síðari hluti ferðarinnar frá Færeyjum til Noregs. Var sami veðurofsinn og þó nokkru meiri, því nú var talið að hann hefði komist upp í 11 vindstig. Aftur á móti var vindur orðinn suðlægari og stóð nú á hlið skipsins, sem nú fór með næstum fullum hraða, en tók slæmar veltur, svo að farþegar voru á þeytingi í kojunum, líkt og „skelkussar í skjóðu“. Veður þetta gekk yfir allan Vestur-Noreg og var talið hafa verið eitt hið versta, sem þar hefði komið í 20 ár. Löng hengibrú, sem verið var að byggja í Norður-Noregi, og vígja átti í byrjun október, fauk úr skorðum. Og slæðurnar, sem huldu Ingólf, fuku af honum á sunnu- daginn 17. september, en þann dag átti að afhjúpa styttuna. Gerningaveður gerast ekki nú á dögum. En einhver hamröm máttar- völd virtust vera hér að verki. í fyrsta lagi var farþegunum á Heklu sýnt, hvað landnemarnir gátu átt í vændum og oft hrepptu, er þeir lögðu út til siglingar um „íslandshaf“ á skeljum sínum, mjög svo veiga- litlum, samanborið við hina tröllauknu vélknúnu Heklu. í annan stað tóku þessi sömu máttarvöld sér fyrir hendur að afhjúpa Ingólf á til- settum tíma, og kom engin mannshönd þar nærri. Skil ég það svo, að þau hafi haft velþóknun á erindi Heklu til Noregs, en ekki talið saka, þó að ofurlítið reyndi á þolrifin í afkomendum landnámsmanna um borð í Heklu. Komið var inn fyrir „Skerjagarð“ Noregs laust fyrir hádegi 17. sept- ember og hafnsögumaður tekinn um borð. Þrátt fyrir veðurofsann var þar miklu kyrrari sjór, enda vindur á eftir norður með landinu. Var siglt norður í Sognsæ, sem íslendingar mundu kalla Sognflóa, en inn úr honum gengur Sognfjörður, sem er 150 km langur og 1245 m djúpur, þar sem dýpst er, en litlu norðar gengur inn Dalsfjörður og utarlega í honum var numið staðar kl. 1 um nóttina. Um morguninn var siglt inn Dalsfjörð í fylgd með stórum norskum fjarðabát, en um borð í honum var fylkisstjóri og fleiri fyrirmenn norskir, en auk þess Haraldur Guðmundsson, sendiherra, Árni G. Eylands, er vera skyldi fararstjóri á landi, o. fl. Komið var til ,,Holmedalen“ og lagst þar að bryggju kl. 1 e. h., en þaðan var farið á bílum inn í Hrífudal og stytta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.