Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Síða 56

Húnavaka - 01.05.1962, Síða 56
54 HÚNAVAKA veðrunar, en þó misjafnlega ört, allt eftir hörku þeirra. Þess vegna má sjá hér fjöll, sem skarta skriðum frá rótum þeirra upp að brún að kalla, sbr. Hafnarfjall í Borgarfirði. I stað hinna bunguvöxnu norsku fjalla, sem hallar út af á alla vegu, eru íslenzku fjöllin einlægar strýtur og hryggir, sums staðar svo mjóir milli dala, að sitja má á þeim tvívega, sem á hesti, og losni steinn úr kambinum, er oft ekki fyrirfram unnt að sjá, í hvorn dalinn hann muni falla. Þetta hefi ég sjálfur sannreynt í Eyjafirði, og mun enginn véfengja, sem þar fer yfir í flugvél. Skerjagarðurinn (hólarnir, fellin og fjöllin) virðist mér vera skóglaus með öllu og svo var og um fjalishlíðarnar yzt í fjörðununr, en er innar dró mátti heita að allar hlíðar væru þaktar skógi, þar sem ekki var stand- berg. Þcssi skógur skyggði að vísu á línur landslagsins, en fyrir okkur, skógarhungraða Islendinga, voru þeir eins konar dásamleg opinberun. En þarna í fjörðunum vestanfjalls í Noregi vantaði annað, sem ógjarnan mátti vanta. Þarna er hvergi undirlendi að sjá, sem unnt ei að kalla því nafni. Aðeins hlíðarslakkaræmur, yfirleitt brattar, svo sem í Hrífudal. Mundi flestum okkar þykja slíkt litlir landkostir, jafnvel Vestfirðingum, hvað þá Sunnlendingum, Borgfirðingum, Húnvetning- um og Skagfirðingum. Þarna er m. ö. o. ákaflega lítið búsældarlegt til landsins, að slepptum skóginum, en væntanlega fisk að hafa mestan eða allan ársins hring úr hinum þröngu, djúpu fjörðum. Skildist mér þá fyrst, að ekki var að undra, þó að landnemarnir er Island byggðu, leituðu ekki aftur til Noregs til búsetu þar, þó að þeir stundunr ættu þess kost, en þeir komu flestir úr fjörðunum vestanfjalls í Noregi. Sunnan til í Noregi, á Ögðum, er aftur á rnóti allmikið láglendi, ásaland, líkt og í Borgarfirði. Svo er talið vera nokkurt undirlendi inn af Oslóarfirði og austanfjalls í Noregi, en þaðan eru miklu færri landnámsmanna. Þá er og hitt augljóst, að þeir, sem þurfa að sækja daglega björg í sjóinn, venjast fljótt sjómennsku, og því ekki að undra, þó að einmitt þarna stæði vagga skipasmíða á Norðurlöndum og síðan siglinga til fjarlægra landa. Eitt atriði langar mig að drepa á. í Eyjafirði heitir víða „dalur“, þar sem aðeins er um dalshelming, annars vegar ár, að ræða. I sama daln- um er þá talað um tvo dali með mismunandi nöfnum. Má vera að þetta þekkist víðar, en ég hafði ekki heyrt það áður og undraðist svo órökrænt viðhorf. Ég braut heilann um, hvemig og hvenær slík vitleysa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.