Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Blaðsíða 62

Húnavaka - 01.05.1962, Blaðsíða 62
60 HÚNAVAKA Prédikunarstóll með himni yfir og skírnarsár, bera þess vott að Lárus Gottrup lögmaður, er þá gripi gaf, hefur séð fyrir sér vel búnar kirkjur í heimalandi sínu og svo viljað hafa hjá sér. Enda gaf hann kirkjunni marga fleiri gripi og byggði kirkjuhús mikið á staðnum. Altarisklæði mikið með fangamarki Bjarna Halldórssonar prýðir altar- ið, er segir oss að hinn stórbrotni og harðvítugi valdsmaður hefur með- tekið heilagt sakramenti af feginleik hjartans og með trú hins guð- hrædda manns. Altarisbrík eru hinar síðustu leifar frá kaþólskum sið, sem er gjörð af alabastri og ber vott um list miðaldanna. Ymsir fleiri gripir prýða kirkjuna og er út er gengið, getur að líta í forkirkju legstein mikinn, er var fyrrum á leiði Lárusar Gottrup og konu hans. Steininn prýðir skjaldarmerki þeirra hjóna, rnerki guðspjallamanna og grafskrift þeirra. En þegar út er komið, er að vísu kirkjugarður hjá kirkjunni, en öll ytri teikn hins gamla garðs eru horfin, utan nokkrir legsteinar á litlum ferhyrningi, þar sem gamla klausturkirkjan stóð. Hin sýnilegu tákn klaustursins á Þingeyrum eru því kirkjan með gripum sínum. Þetta rifjar upp í huga mér komu mína til klausturs eins á Jótlandi, þar voru byggingar allar horfnar, en í rauninni var kirkjugarðurinn það merkilegasta. Það var góðviðrisdag, haustið 1955, að mér var boðið til Omt klaust- urs. Leiðin lá frá Silkiborg um eitt fegursta hérað Jótlands. Beinar brautir með hávöxnum trjám til beggja handa og víðáttumiklir akrar og tún með sællegum búsmala. Reisuleg bændabýli blöstu hvarvetna við og tígulegar kirkjur í sveit og bæjum. Eigi langt frá Silkiborg ca. 10 km., gat að líta i skugga þeirra trjáa, er stóðu vörð um þjóðveginn, kross höggvinn úr granít. Hann var mannhæðar hár, einfaldur að gerð, svo að hann minnti frekar á að hann væri kominn frá fornöld en nútímanum, því að vélar nútímans höfðu eigi sorfið hann né fágað. Nýleg blóm, rauðar og hvítar rósir, lágu í hring við fót krossins, þær voru hinn sýnilegi vottur þeirra tilfinninga, sem ferðamaðurinn ber til þeirra minninga, er hinn harði og hrjúfi steinkross varðveitir. En það eru örlög Kaj Munk, hins danska sérkennilega prests, er hér var handtekinn af Þjóðverjum og fannst andaður víðs fjarri, nokkrum dögum seinna. Nýlesin blóm á hverjum morgni, eru sem tákn þess þjóðlífsauðs,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.