Húnavaka - 01.05.1962, Blaðsíða 66
64
HÚNAVAKA
Af beinunum hafa menn lesið veikindi manna hér, svo sem skyrbjúg,
berkla, gigt, holdsveiki, ofvöxt, dvergvöxt, beinkröm, áverka manna af
slysum eða \opna viðskiptum. I glerskáp miklum á miðju gólfi má sjá
annars vegar höfuðkúpu þeirra, er hlotið hafa áverka af slysum eða t.d.
af sverðshöggum í orrustu. Hins vegar í skápnum eru höfuðkúpur
þeirra, er þjáðst hafa af höfuðsjúkdómum og munkarnir hafa freistað
að opna höfuðið til að lina þjáningar manna eða lækna þá að fullu. Þá
geta menn þarna greint höfuð langhöfða og stutthöfða.
Þá voru og notuð liin heimagerðu meðul og smyrsl við græðslu sára,
einnig notuðu menn hér blóðhorn við blóðtökur og brenndu mein
manna.
Auk þess voru bænir og helgra manna ákall.
Það má telja öruggt að mcð hinum ýmsu aðferðum, hafa verið linaðar
þjáningar manna og þeir stundum verið læknaðir að fullu eða nokkru.
Allt ber þetta vott um að munkar Jressir hafa verið menn hálærðir á
Jreirra tíma vísu í læknisdómi, og að í klaustrum hinnar kaþólsku kirkju
var fólkið læknað bæði andlega og líkamlega, og þessar stofnanir voru
merk menningarsetur samtíðar sinnar. Þetta sést oft nútímamanni yfir,
er hann talar um auð þann, er klaustrunum gafst. Menn gáfu það til
aljyjóðar heillá, eins og menn nú á dögum gefa líknarstofnunum fjár-
muni sína eða stofna opinbera sjóði af til Guðs þakkar.
Vér höfum stundum með undrun lesið um lækningar á Islandi í
kaþólskum sið, t. d. Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri og helgisögur þær er
í biskupasögum segja frá lækningum. Einnig má þess geta að eigi allfáir
prestar í kaþólskum sið eru nefndir sem læknar. Og fjöldi lækna í lúth-
erskum sið allt frant á þessa öld, fengust við smáskammtalækningar, og
einnig eru þar taldar prestskonur nokkrar.
Talið er t. d. að læknisaðgerðir Hrafns á Eyri, steinskurðir hans, bruni
og blóðtökur bendi rakleitt til fræða „Salernóskóla“ á Ítalíu.
Frá því landi telja menn að munkarnir í Omt klaustri hafi fengið
suma af lærdómum læknislistar sinnar. Þetta beinir sjónum vorum að
þ\ í, að íslenzkir munkar hafi átt að ymsu leyti slíka þekkingu sem starfs-
bræður þeirra á Norðurlöndum, er Jrcir að öllum líkindum hafa numið
af. Einnig herma sögur og sagnir frá því að leiðir íslendinga lágu allt
suður á Ítalíu, Jrar sem vagga læknislistarinnar stóð þá.
Hugur vor leitar til Þingeyraklausturs, eins hins stærsta og merkasta
í munkalífi á íslandi. Þar er skráð margt rita og getið lækninga. Munu
munkar Jrar eigi hafa verið læknar góðir? Og víst er um það að úr engri