Húnavaka - 01.05.1962, Síða 76
Frá sýslubókasafninu
Fyrstu umræður um stofnun bókasafnsins fóru iram á sýslulundi ánð
1906. Það mun hafa verið Jón Jónsson læknir á Blönduósi, sem einna
ötullegast barðist fyrir stofnun Jdcss. Þá voru báðar sýslurnar saman.
Fyrsta framlag til safnsins var 250 kr., en árið 1908 var það lækkað
í 150 kr. 1909 kom til mála að skipta safninu, en frá þvi var horfið og
nýtt safn stofnað á Hvammstanga og þeirra hlutur greiddur í pen-
ingum.
Uppistaðan í safninu eða þær bækur sem fyrst voru keyptar voru
bækur úr dánarbúi sr. Arnljóts Ólafssonar í Sauðanesi, og segir bóka-
vörður að þaðan séu komin mörg beztu og dýrmætustu verk safnsins.
Safnið var lcngi til húsa í Tilraun, sem þá var barnaskólahús. Þaðan
fluttist það 1947 í barnaskólann nýja og var ekki starfrækt í 2-3 vetur.
1950 var það skrásett og aftur opnað til útlána.
Árið 1953 tók Ragnar Jónsson við starfi bókavarðar og fluttist safnið
í nýbyggt hús hans 1957. Hefur hann annast bókavörzlu síðan af áhuga
og dugnaði.
Árlegar tekjur safnsins eru 30-33 þús. kr. Þar af leggur Blönduós-
hreppur fram 15 þús. kr. Keyptar eru árlega bækur til safnsins fyrir
ca. 20 þús. kr. og er aukning safnsins 8-10% á ári.
Árgjald til safnsins er 50 kr. fyrir fullorðna og 25 kr. fyrir böm.
í safninu eru um 2700 bindi á íslenzku og 350 bindi á erlendu máli,
aðallega dönsku og norsku.
Útlán 1961 voru 1436 bindi og þar af aðeins 5 bindi á Norðurlanda-
málum.
Mest lesnir íslenzkra höfunda árið 1961 voru:
Kristmann Guðmundsson 11 bindi Guðm. G. Hagalín 21 bindi
Guðrún frá Lundi 22 — Ingibjörg Sigurðardóttir 17 —
Elínborg Lárusdóttir 23 — Jón Helgason 17 —
Nokkru neðar kom Halldór Kiljan með 9 bindi.
Stjórn safnsins skipa nú:
Jónatan J. Líndal, Holtastöðum og sr. Þorsteinn B. Gíslason, Stein-
nesi frá sýslunni og frá Blönduóshrepp em Ari Jónsson, Blönduósi, frú
Solveig Sövik, Blönduósi, og Pétur Pétursson, Blönduósi.
Margt góðra bóka er í safninu og mikið af nýjum bókum keypt á
hverju ári. S. Á. ].