Húnavaka - 01.05.1962, Page 89
77/ lesenda
Nú þegar rit þetta kemur út öðru sinni viljum við láta fylgja því
nokkur orð til lesendanna.
Við urðum þess varir í vetur að margir höfðu áhuga á að Húnavaka
kæmi út aftur. Af því og öðru, sem við okkur var sagt, drógum við þá
ályktun að héraðsbúar hefðu haft nokkra ánægju af ritinu í fyrra.
Þrátt fyrir að ýmsir örðugleikar eru á því að safna efni og gefa út
svo stórt fjölritað blað sem þetta er orðið, og vinna að því eingöngu í
tómstundum, fannst okkur að útkoma þess þyrfti að halda áfram.
Eins og í fyrra er þetta nt byggt upp eingöngu af húnvetnsku efni,
og erum við mönnum þakklátir fyrir hve vel þeir hafa tekið okkur,
þegar við höfum leitað til þeirra, hvort sem um viðtöl eða annað efni
hefur verið að ræða.
Það er von okkar að Húnavaka geti orðið lesendunum til einhverrar
ánægju og nokkurs fróðleiks eina kvöldstund eða svo, þegar þeir setjast
niður eftir önn dagsins, og jafnvel til umhugsunar um málefni héraðs-
ins. Þeir sem minnast merkra atburða eða annars þjóðlegs fróðleiks
ættu þá gjarnan að taka sér penna í hönd og forða honum frá gleymsku.
Að lokum þökkum við öllum þeim, sem hafa sýnt ritinu velvild og
stutt það með auglýsingum eða á annan hátt.
Þorsteinn Matthiasson.