Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1969, Side 86

Húnavaka - 01.05.1969, Side 86
84 hOnavaka Tindum og átti fyrir konu Guðrúnu Erlendsdóttur frá Stóru-Giljá. Bjuggu þau allan sinn búskap á Tindum við mikla rausn og voru orðlögð fyrir margháttaða greiðasemi og gestrisni. Þorlákur fór og sótti hestinn, sem var altaminn og þægur, sót- rauður að lit. Á meðan hafði mér verið færður rnatur og var því ferðbúinn. Eg hélt nú yfir að Stóradal og svo fram dalinn að Stóra- dalsseli, til þess að sækja tryppin. Þau voru þar ekki mjög langt frá, en þó gekk nokkur tími í að ná þeim. í Selinu bjó þá Sveinn Geirsson, gamall maður. F.kki beið ég boðanna þegar tryppin voru fundin, heldur lagði af stað, því að ég vildi ná að Litladal um kvöldið. Færð var mjög þung, miklar driftir í öllum slökkum og svo var yfir Sléttá að fara. Allt þetta hafðist samt og í myrkri um kvöldið náði ég að Litladal og baðst gistingar og var mjög vel tekið. í Litladal bjuggu þá hin aljrekktu sæmdarhjón, Flín Olafsdóttir frá Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, systir Guðmundar Ólafssonar alþingis- manns í Ási, og maður hennar, Jónas B. Bjarnason frá Þórorms- tungu í Vatnsdal Næsta morgun var sæmilega bjart, en kólgubakki mikill í norðri, sem boðaði að tvísýnt mundi verða með gott veður til lengdar; samt dreif ég mig af stað með hrossin, alráðinn í að freista þess að komast heim um kvöldið og hlustaði ekki á neinar fortölur. Eg stefndi hrossunum á hálsinn og brauzt um fast á eftir þeim, því að mjög þungfært var. Segir ekki af mér fyrr en ég kem að Rútsstöð- um. Þar fékk ég góðgerðir. Þá bjuggu þar Sigurbjörg Ólafsdóttir, systir Elínar í Litladal og maður hennar, Jóhann Þorkelsson. Síðan hélt ég sem leið lá inn dalinn í áttina til heiðarinnar og stanza ekki fyrr en í Marðarnúpsseli. Þar ætlaði ég að koma og biðja Guðmund, bróður bóndans, að fylgja mér upp á fjöllin, því að komið var hlaðn- ings kafald og koldimmt orðið inn á Ása. Ég barði að dyrum í Selinu og út kom, garnla konan, Solveig. Fg spurði eftir Guðmundi, en hún sagði að báðir bræðurnir væru farnir fram á flá að sækja féð, því að þeir hefðu óttazt að hríð væri að skella á. Þegar ég heyri að engin von er til að fá fylgd, kveð ég konuna og held áfram. Konan þrábað mig að fara ekki, en ég sagði að ég mætti til með að reyna að komast yfir fjöllin, því að ef hann gengi í hríð, yrði alveg ófært yfir þau með hrossin, en aumingja konan ákallaði guð í sífellu og bað mig að fara ekki. Ég dreif mig samt af stað og stefndi til fjalla og við síðustu dagskímu komst ég upp á austara fjallið, þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.