Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 86
84
hOnavaka
Tindum og átti fyrir konu Guðrúnu Erlendsdóttur frá Stóru-Giljá.
Bjuggu þau allan sinn búskap á Tindum við mikla rausn og voru
orðlögð fyrir margháttaða greiðasemi og gestrisni.
Þorlákur fór og sótti hestinn, sem var altaminn og þægur, sót-
rauður að lit. Á meðan hafði mér verið færður rnatur og var því
ferðbúinn. Eg hélt nú yfir að Stóradal og svo fram dalinn að Stóra-
dalsseli, til þess að sækja tryppin. Þau voru þar ekki mjög langt
frá, en þó gekk nokkur tími í að ná þeim. í Selinu bjó þá Sveinn
Geirsson, gamall maður. F.kki beið ég boðanna þegar tryppin voru
fundin, heldur lagði af stað, því að ég vildi ná að Litladal um
kvöldið. Færð var mjög þung, miklar driftir í öllum slökkum og
svo var yfir Sléttá að fara. Allt þetta hafðist samt og í myrkri um
kvöldið náði ég að Litladal og baðst gistingar og var mjög vel tekið.
í Litladal bjuggu þá hin aljrekktu sæmdarhjón, Flín Olafsdóttir frá
Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, systir Guðmundar Ólafssonar alþingis-
manns í Ási, og maður hennar, Jónas B. Bjarnason frá Þórorms-
tungu í Vatnsdal
Næsta morgun var sæmilega bjart, en kólgubakki mikill í norðri,
sem boðaði að tvísýnt mundi verða með gott veður til lengdar;
samt dreif ég mig af stað með hrossin, alráðinn í að freista þess að
komast heim um kvöldið og hlustaði ekki á neinar fortölur. Eg
stefndi hrossunum á hálsinn og brauzt um fast á eftir þeim, því að
mjög þungfært var. Segir ekki af mér fyrr en ég kem að Rútsstöð-
um. Þar fékk ég góðgerðir. Þá bjuggu þar Sigurbjörg Ólafsdóttir,
systir Elínar í Litladal og maður hennar, Jóhann Þorkelsson. Síðan
hélt ég sem leið lá inn dalinn í áttina til heiðarinnar og stanza ekki
fyrr en í Marðarnúpsseli. Þar ætlaði ég að koma og biðja Guðmund,
bróður bóndans, að fylgja mér upp á fjöllin, því að komið var hlaðn-
ings kafald og koldimmt orðið inn á Ása. Ég barði að dyrum í
Selinu og út kom, garnla konan, Solveig. Fg spurði eftir Guðmundi,
en hún sagði að báðir bræðurnir væru farnir fram á flá að sækja
féð, því að þeir hefðu óttazt að hríð væri að skella á. Þegar ég heyri
að engin von er til að fá fylgd, kveð ég konuna og held áfram.
Konan þrábað mig að fara ekki, en ég sagði að ég mætti til með
að reyna að komast yfir fjöllin, því að ef hann gengi í hríð, yrði
alveg ófært yfir þau með hrossin, en aumingja konan ákallaði guð
í sífellu og bað mig að fara ekki. Ég dreif mig samt af stað og stefndi
til fjalla og við síðustu dagskímu komst ég upp á austara fjallið, þar