Húnavaka - 01.05.1969, Side 103
HUNAVAKA
101
varpi, sérstaklega í 29. gr., þar sem ákveðið var, að heimild til sölu
þjóðjarða og kirkjujarða væru úr gildi numin. Jón á Reynistað var
sár yfir meðferðinni á sínu óðalsréttarfrumvarpi, sem hann hafði
lagt mikla vinnu í og vænti sér mikils af í þá átt, að gera bændum
lífvænlegra í sveitum landsins. Var vitað að hann hefði helzt óskað,
að allur Sjálfstæðisflokkurinn hefði greitt atkvæði gegn frumv.
stjórnarinnar. IJó að það væri ekki með öllu sársaukalaust, gagnvart
vini okkar Jóni á Reynistað, ákváðum við Jón á Akri þó, að gera
þess kost að greiða atkv. með frumv. stjórnarinnar, ef bætt væri inn
í frumvarpið ákvæði um það, að þjóð- og kirkjujarðir mætti selja,
ef þær jafuframt væru gerðar að ættaróðali. Breytingartillögu í þessa
átt höfðum við rætt við einn þingmann Framsóknarflokksins (P. Z.),
sem var henni fylgjandi. í raun og veru var bannið við sölu jrjóð- og
kirkjujarða gert að engu með breytingartillögunni og Jrað voru jafn-
aðarmenn fljótir að koma auga á og töldu svik við sig, þar sem um
sölubannið hefði verið samið. Nú, en það stóð el tir sem áður í frum-
varpinu, og á því var staðið af hendi Framsóknarflokksins. Þá gerð-
ist Jrað á Alþingi, sem vera mun einsdæmi í þingsögunni, að hinn
lítt tillitssami þingmaður, sem minnzt var á hér að framan, óð að
einum þingmanni Framsóknarfl. (B. A.), þar sem hann var í sæti
sínu, með reiddan hnefa, sem hann þó lét ekki falla, og talaði við
hann af miklum þjósti. Mun hann hafa lýst því yfir, að yrði breyt-
ingartillagan samjrykkt, mundi það varða samvinnuslit stjórnar-
flokkanna. Aðrir munu þó hafa lagt sefandi hönd á málið, því að
breytingartillaga okkar Jóns var samþykkt, án Jress að stjórnin klofn-
aði.
Fyrir Jringkosningarnar 1937, gerði ég vinum mínum á Akureyri
aðvart um, að ég mundi ekki bjóða mig Jrar fram aftur, Jrar sem ég
teldi mig ekki geta boðið héraðsbúum mínum Jrað lengur, að vera
fjarverandi nálega hálft árið, eða jafnvel lengur. Það hlyti Jrví að
leiða til vanrækslu á störfum mínum, bæði sem embættismanns og
þingmanns, en Jrað gæti ég ekki varið fyrir sjálfum mér. Hér skal
Jrví svo við bætt til skýringar Jrví, sem síðar gerðist, að framboð mín
í Vestur-Húnavatnssýslu voru frá upphafi alveg vonlaus, en einhver
þurfti að reyna að halda saman atkvæðum flokksins, en í héraðinu
fékkst enginn annar til að fara fram, þó að fast væri eftir leitað.
Hvað vilt pú segja mér um starf þitt hér, sem sýslumaður?
Á árinu 1932 losnaði sýslumannsembættið í Húnavatnssýslu. Sótti