Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1969, Page 149

Húnavaka - 01.05.1969, Page 149
HÚNAVAKA 147 sem var; hún var söngelsk og hafði fallega rödd. — Henni sóttist vel nám í barnaskólanum í sveitinni sinni og var hvers manns hug- ljúfi. — Ekki auðnaðist henni að sækja framhaldsnám, var þó vetrar- part í Kvennaskólanum á Blönduósi, en þá strax fór hún að kenna sjúkleika og um tvítugt varð hún alvarlega veik og tók aldrei á heilli sér eftir það. Eftir að Kristín lagðist rúmföst hitti ég hana sjaldan, en ég hafði alltaf spurnir af henni og dáðist að þreki hennar og sálarró. Dagar og ár liðu á sjúkrahúsinu. Fólk kom og fór, en unga, glaða stúlkan átti ekki afturkvæmt út í sólskinið og athafnalífið. Við eng- an var að sakast og Kristín tók örlögum sínum með hetjulund. Ekki er að því að spyrja, oft hafa dagarnir verið langir í sjúkra- stofunni og nætur dimmar, en lnin virtist sjá ljós í myrkrinu. An efa hefur hugur hennar oft hvarflað norður fyrir fjöllin, á æsku- stöðvarnar, og ljúfar minningar yljað henni um hjarta, þegar hún var ung og breiddi faðminn móti fögrum æskuvonum; Kristín unni sinni heimabyggð, eftir því sem kunnugir sögðu. Furðulegt var hvað hún fylgdist með öllu, sem gerðist fyrir norðan; hún gat rakið ættir manna og málleysingja norður þar, og vissi deili á svo ótal mörgu, sem fullhraustir gefa ekki gaum — gleyma eða taka ekki eftir. —■ Henni var ljóst hve mikils virði er að geta greint kjarnann frá hisminu — hjóminu —, og halda til haga því, sem er nokkurs virði. — Menn kvarta og kveina þó allt virðist leika í lyndi, en unga stúlkan sem var svipt heilsunni og varð að láta sér nægja sjúkrastof- una í tugi ára, tók fagnandi á móti gestum í heimsóknartímanum, og það sem meira var, hún var ætíð veitandi, að sagt var, svo menn töldu sig ríkari er þeir fóru af hennar fundi, en þegar þeir stigu inn. Er slíkt ekki eftirtektarvert og vert aðdáunar? Kristín átti góða að, ættingjar hennar og vinir létu sér annt um hana og einkadóttirin, Katrín, sem var yndi hennar og eftirlæti, launaði móður sinni ríkulega ást hennar. Það var mikil gæfa fyrir þær mæðgur báðar, hve ljúf og elskuleg Katrín var móður sinni og sömn sögu er að segja um tengdasoninn og barnabörnin. Ég er sann- færð um, að slík umhyggja verður þeim öllum til blessunar. Smátt og smátt þvarr líkamsþrekið, hún bognaði ekki, en gekk með sigur af hólmi úr lífsins leik. — Guð blessi þig og þína, kæra Kristín.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.