Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 29
HÚNAVAKA
ist svo Sigurður Jónsson á Litlu-Giljá í hópinn og var með okkur
fram í Þing. Þegar við komum fram á Húnavatn gerði rok og við
urðum að fara upp undir vesturlandið til þess að allt skondraði ekki
til og frá á vatninu. Við hjónin vorum með sinn sleðaliestinn livort,
en þriðja hestinn hafði ég lausan á milli Sigurðar og Jóns. Þetta gekk
mjög hægt og við lentum í myrkri, en komumst loks í land á móts
við Þingeyrar, þ. e. a. s. við hjónin og Sumarliði, en hinir sáust
hvergi og þriðji hesturinn minn var hjá þeim. Við sprettum þarna af
og héngum í hestunum heirn að Þingeyrum. Hinir kornu svo nokkru
seinna og þá var Jón í Saurbæ búinn að tapa af sér húfunni, en þeir
höfðu komið hestunum og sleðunum á sama stað og við.
Við gistum á Þingeyrum og um morguninn var kominn blind-
úrsynningur. Þá voru sleðarnir komnir að hálfu leyti í snjó og dá-
lítið örðugt að komast á stað. Péturína kona mín beið heima á Þing-
eyrum meðan við vorum að losa sleðana. Ég fór svo heim til að
sækja hana, en hinir lögðu af stað með klárana. Veðrið var afleitt
allan daginn og við höfðum okkur ekki nema fram í Undirfell um
kvöldið. Þar gistum við hjónin, en Jón og Sumarliði fóru heim. Þá
bjó Jón Hannesson á Undirfelli. Hann sagði við mig um morgun-
inn: „Ég lána þér Snæbjörn son minn til að hjálpa þér.“ Þar gerði
hann mér mikinn greiða. Þá var kafaldsmugga og komin mikill logn-
snjór. ísinn á ánni var ótraustur og ég fór bakkana, þótti það örugg-
ara, en vegna logndrífunnar gekk mér illa að halda beinni línu.
Þegar við komurn suður yfir Vatnsdalsá og fram á engið vestan við
Tunguá var kominn svo mikill snjór að fremsti sleðinn sópaði hon-
um. Þá tók ég Jrað til bragðs að ég setti tvo hesta fyrir hann, skildi
einn sleðann eftir og sá Jrriðji fylgdi eftir í slóðina. Þetta gekk þó
ekki nema skammt og ég varð að létta á og skilja talsvert af ækinu
eftir. Þegar við erum að bisa í Jressu kemur Guðmundur á Guðrúnar-
stöðum utan af bæjum og segir við mig: „Það var krókótt slóðin þín
hér utan að.“ „Það getur vel verið,“ segi ég, „en ég er nú samt á réttri
leið.“ Guðmundur hélt svo áfram, en við vorum þarna nokkurn tíma
enn við að leysa upp og ganga frá ækinu að nýju. Svo rofar til og þá
sáum við að Guðmundur hafði farið ofurlítið skakkt og lent upp í
börðunum fyrir neðan Marðarnúp. Það var nú ekkert undarlegt, því
að í svona veðri er ekki auðvelt að rata, en ég kímdi. Ég kom um |)að
bil helmingnum af ækinu heim, hitt varð ég að skilja eftir út á
Tunguengjum.