Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 127
SR. ÁRNI SIGURÐSSON:
Aldarafi
ararmæ
í Hú
li Pingeyrakirkju
þingi
una
Á sl. liausti voru hundrað ár frá vígslu Þingeyrakirkju í Húna-
þingi. Vígsluathöfnin fór fram 9. september 1877 þá um haustið.
Sr. Eiríkur Briem, prófastur Húnvetninga, er sat í Steinnesi, fram-
kvæmdi vígsluna. Hélt hann eftirminnilega vígsluræðu og lagði út af
orðum spámannsins Haggai 2. kap. 9. v., þar sem segir: „Dýrð þessa
hins síðara hússins skal meiri vera, . . . en hins fyrra var og á þessum
stað vil ég frið gefa, segir Drottinn allsherjar."
Eftir ræðu hans talaði eigandi Þingeyra og aðalhvatamaður að
byggingu kirkjunnar, Ásgeir Einarsson bóndi og alþm. á Þingeyrum.
í formála sínum á lýsingu kirkjunnar segir hann: „Þegar ég kom að
Þingeyrum árið 1860 var þar torfkirkja, er farin var töluvert að
hrörna. Þegar það nú þannig lá fyrir, að hún þurfti að endurbyggjast
áður en langt um liði, þá langaði mig til að gjöra kirkjuna svo vand-
aða og prýðilega, sem ég átti kost á, til þess að hún sem best gæti
samsvarað hinu háleita augnamiði." — Og hann lýkur formála sínum
með þessum orðum: „Þá þættist ég þó hafa varið vel ef Drottinn —
sem ég vona — leggur blessun sína til þess, að kirkjubygging þessi
verði til, að efla lotningu fyrir honurn og ef hún gæti orðið hvöt
fyrir aðra, til þess að gjöra hús, sem Guði eru helguð, svo vönduð,
sem kostur er á.“
Þessum stórhuga búhöldi og kirkjubónda á Þingeyrum varð að ósk
sinni. Kirkjan reis af grunni eftir 13 ára þrotlaust starf við hinar
erfiðustu aðstæður og er enn í dag eitt af fegurstu og tilkomumestu
Guðshúsum þessa lands. Hafði hann þegar í upphafi ákveðið að
kirkjan yrði byggð úr íslensku grjóti, þótt á því væru allmiklir erfið-
leikar, þar sem hentugt grjót var eigi að fá í landareigninni eða
nokkurs staðar í nánd. Engu að síður var hafist handa, veturinn 1864