Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 111
H U N AVA K A
109
var af í þá daga) glaðning fyrir jólin, gekkst fyrir sjúkrahjálp á félags-
svæðinu og réði hjálparstúlku til aðstoðar í forföllum húsmæðra í
hreppnum. Efni til vefnaðar keypti félagið fyrstn árin, lét vefa og
seldi félagskonum vægu verði, s. s. handklæði o. 11., og aðgang að
vefstól munu félagskonur hafa haft lengi frarn eftir árum. Prjónavél
keypti félagið og notuðu félagskonur hana til skiptis. Hlutur í spuna-
vél hefir verið til umræðu á fundum og námskeið haldin í vefnaði,
prjóni, saumaskap, garðyrkju, matreiðslu o. fl. Konum útvegað mat-
jurta- og blómafræ, ]ilöntur aldar upp á Bergsstöðum og úthlutað til
félagskvenna og margt fleira mætti telja upp, sem félagið gekkst fyrir
og gerði til hagræðis og menningarauka. Má því með sanni segja að
það hafi haft uppbyggileg áhrif á sveitina í heild.
Byggingu samkomuhúss fyrir hreppinn lét félagið mjög til sín
taka. Fyrst í Bólstaðarhlíð síðar félagsheimilisins Húnavers, er reist
var í Botnastaðalandi. En kvenfélagið lagði fram 1/ý af eignarhluta
þess, ásamt mikilli vinnu og lánum úr eigin vasa félagskvenna vaxta-
laust, til þess að kljúfa fyrstu útborganir til þeii'rar byggingar. Síðan
kom það í hlut kvenfélagsins að sjá um veitingar við mannfagnaði
og gestakomur að Húnaveri. Hefir það oft verið ærinn starfi og ábót
störfum hlöðnum húsmæðrum heimafyrir. En öll sú vinna vinnst af
hendi af fágætum þegnskap og skyldurækni, án endurgjalds nokkru
sinni og sjálfsagt oftar gefið efni í bakstur o. 11. en að tekið sé fullt
fyrir, en ágóði allur af veitingasölu er félaginu til ráðstöfunar.
Þessi mikla vinna í félagsins þágu hefir í senn aukið kynni félags-
kvenna og sameinað krafta jieirra innbyrðis og að nokkru aftrað
yngri konum með börn á höndum frá því að ganga í félagsskapinn
og undirgangast þessa vinnukvöð. Má því segja að þetta hafi verið
félaginu bæði veikleiki og styrkur, því að kjarni félagsins er sam-
hentur og sterkur en endurnýjun hægari en æskilegt væri.
Félagsheimili hafa illu heilli orðið selstöð Bakkusarblóta. Þetta
illa að heiman búna förufólk, sem þangað sækir fær einnig aðhlynn-
ingu eftir föngum, þegar það gistir Húnaver, þrátt fyrir ímugust
félagskvenna á því þjóðfélagsböli sem sá faraldur er.
Ekki er þó eitt og eitt félagsheimili jiess megnugt að stennna stigu
við eða kljúfa þann straum. Sá vandi verður ekki leystur nema með
sameiginlegu átaki allra félagsheimila samtímis og róttækri hugar-
farsbreytingu alntennings.
Um langt árabil, eða frá 1953, hefir Kvenfélag Bólstaðarhlíðar-