Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 123
HÚN AVAK A
121
greiddi þeim kaup. Ekki færri en 60 hross féllu þá á einum og srma
degi og átti Jakob þar af 46, aðallega fo'öld og tryppi.
A mæðiveikiárunum hafði Jakobi safnast nokkuð af heyfyrning-
tim. Brá hann þá á það ráð að byggja sér fjóskofa og keypti nokkrar
kvígur er hann ól upp og seldi síðan eða kom í byggingu. Vorið 1951
átti hann 4 kýr í byggingu og 2 kvígur að auki. Gerðist nú þröngt
um landsnytjar fyrir Jakobi og varð hann að bregða til annarra að-
stæðna en hann hafði lengst af búið við.
Vorið 1951 keypti Jakob Glaumbæ í Langadal. Er það lítil jörð
en grasgefin. Hugðist hann flytja kýr sínar að Glaumbæ um vorið,
sem hann og gerði. Fé skyldi flutt um haustið, en hrossin mátti hann
hafa áfram í Stóradal. En um haustið er Jakob hafði flutt lömb sín
og hrúta austur yfir Blöndu gerðust þeir atburðir að mæðiveiki kom
upp í Strandasýslu og var Jakobi þá bannað að fara með fé sitt austur
yfir ána að Glaumbæ- Átti hann þá 220 ær. Jakob brá sér þá um
haustið, í lok sláturtíðar, til Reykjavíkur á fund Sauðfjársjúkdóma-
uefndar til þess að ræða þessi mál sín. Er skemmst frá því að segja að
hann náði samningum við nefndina um jrað að hann mætti fara með
féð austur yfir um veturinn að því tilskildu að ]rað færi be.'nt úr
húsi vestur yfir Blöndu, næsta vor og kæmi aldrei saman við annað
fé austan árinnar. Var Jakobi þarna sýndur meiri trúnaður en vel-
flestir hefðu fengið og ekki í efa dregið að liann stæði við loforð sín,
sem og hann gerði, því vorið 1952 seldi hann Lárusi í Grímstungu
allt fé sitt og var það flutt á bílum vestur yfir Blöndu 12. maí. Engan
skriflegan samning gerðu þeir Lárus og Jakob um þessi viðskipti, en
við allt var staðið ]rar um, er fastmælum hafði verið bundið.
Jakob Sigurjónsson bjó í 18 ár í Glaumbæ, eða til vorsins 1970 að
hann seldi jörðina Guðsteini Kristinssyni á Skriðulandi, ásamt með
jörðinni Engihlíð er Jakob hafði keypt nokkrum árum áður.
Á þessum árum hafði orðið sú breyting á að Hanna Jónsdóttir, frá
Stóradal og maður liennar, Sigurgeir Hannesson, höfðu byggt ný-
býlið Stekkjardal úr Stóradalslandi. Jón Jónsson yngri bjó í Stóradal
meðkonu sinni Guðfinnu Einarsdóttur og fimm dætrum þeirra ung-
um, en Jón var látinn er hér var komið sögu, hann dó árið 1965.
Mikil vinátta var ætíð með þeim Jakobi og Jóni.
Tengsl Jakobs við Stóradalsheimilið höfðu engan veginn rofnað á
þeint átján árum, sem hann bjó austan Blöndu. Samskipti og gagn-
kvæm fyrirgreiðsla átti sér stað af beggja hálfu og nú færði hann sig
L