Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 132
130
H Ú N AVA K A
kirkjunnar sinnar og sveitar sinnar. C)g mun það halda nafni lians á
lofti um langan aldur.
Á þessum hundrað árum hafa sex prestar þjónað Þingeyrakirkju.
En þeir eru: Sr. Eiríkur Briem, sr. Hjörleifur Einarsson, sr. Þorvald-
ur Ásgeirsson, sr. Bjarni Pálsson, sr. Þorsteinn B. Gíslason og sr.
Árni Sigurðsson.
Allmargir ábúendur liafa setið jörðina á þessu tímabili og haldið
kirkjuna, er lengi var í bændaeign en er nú sóknarkirkja og má þá
einkum nefna Jón S. Pálmason, er keypti jörðina árið 1914 og ann-
aðist kirkjuna af mikilli kostgæfni um 60 ára skeið eða lengur en
nokkur annar. Var hann og formaður sóknarnefndar á sama tíma.
Meðhjálpari kirkjunnar var um langt skeið Sigurður Erlendsson
bóndi á Stóru-Giljá, eða rúrna hálfa öld.
Nú stendur yfir viðgerð Þingeyrakirkju, þar sem leitast verður
við að færa kirkjuna í sitt fyrra form sem mest og koma fyrir hent-
ugri rafmagnshitun, er miðuð verður við það að hinir dýrmætu
gripir hennar varðveitist sem best í framtíðinni.
«.
11UGSUNARLAUST VANAVERK
I>á var og íyrrnm altíska að signa sig við ýmis tcckilæri, svo sem þegar menn
l'óru í skyrtuna á morgnana, byrjuðu að borða, komu út á morgnana, enduðu
bænir <>g fleira. Sumir signdu og Ijárhúsdyrnar, þegar frá þeim var gengið á
kvöldin, bæjardyrnar, þegar þeim var lokað, og sumar kerlingar signdu ærnar,
þegar þær lóru úr kvíum eftir mjaltir. Þetta átti að vera vörn við vondum öndum,
draugum og óvættum — og við því að ærnar færu burt úr högunum. Auðvitað
varð margt af þessum signingum að hugsunarlausu vanaverki, eins og fyrir kerl-
ingunni, sent signdi ærnar sínar út úr kvíunum, en varð svo að orði, er hún sá
þær renna frá kvía dyrunum: „Til andskotans farið þið nú samt allar í dag.“
Og svo er sagt, að einn nafngreindur maður á 19. öld kom út að rnorgni dags
á þorranum; var harðviðri og renningshríð á norðan, kampar á fjöllum, en koll-
heiður. Karl signir sig, gýtur augunum upp í loftið og segir: „Mikið andskoti
getur hann verið þrælslegur um hausinn núna.“
íslenskir þjóðhættir.