Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 201
H Ú N AVA K A
199
í verzlunarbuð sína. Er innrétt-
ing þessi úr ryðfríu stáli, er hún
mjög liagleg og nýtur verzlunin
sín miklu betur og hefur búðin
breytt mjög um svip. Er þessi
búðarinnrétting ensk að gerð og
eins og gerist í búðum í Bret-
landi. Hún kostaði 4 milljónir.
Jón Jónsson, sem hefur verið
útibússtjóri K. H. á Hólanesi og
Skagaströnd, lét af störfum í júlí,
en við tók Jón Helgi Eiðsson frá
Reykjavík. A liðnu hausti keypti
K. H. húsið Höfðabrekku, sem
íveruhús fyrir útibússtjóra K. H.
Fossárrétt.
Ný skilarétt var tekin í notkun
á sl. hausti í Skagahreppi. Hún
stendnr í landi Krókssels og
nefnist Fossárrétt. En Fossá renn-
ur þar eigi allfjarri ofan úr
Skagaheiði á leið sinni til sjávar
og steypist síðan fram af Króks-
bjargi og myndast þar hár foss er
áin fellur í sjó fram. En í baksýn
er gatklettur og Bjargastapi laus
við bjargið. Er þetta eitt af furð-
um náttúrunnar á ströndinni.
hessi nýja rétt leysir af hólmi
tvær gamlar réttir, Hofsrétt inn-
an við Króksbjarg í landi Hofs,
er var skilarétt, og Tjarnarrétt
fyrir utan bjargið, er var auka-
rétt í landi Tjarnar við Laxár-
vatn. Báðar þessar réttar voru
gerðar af torfi og tré. Hin nýja
rétt er mikið mannvirki, úr stein-
steypu. Er almenningurinn
hringlega 22 m að þvermáli og
út frá honum eru 26 dilkar. Yfir-
smiður þessa mannvirkis var Val-
geir Karlsson smiðnr í Víkum á
Skaga og sá hann um verkið að
öllu leyti. Var steypan hrærð að
mestu í tunnu og síðan hellt í
aðra tunnu er með gálga var færð
í mótin. Var traktor notaður sem
vélarafl.
Réttarbyggingu þessari var
lokið á þremur árum og kostn-
aður við hana nam 6 milljónum
kr. Má telja þetta mannvirki
mikið átak hjá hreppsbúum. Þá
er nátthagi við réttina, sem er
girðing til að geyma féð í.
Hreppurinn keypti 1,5 hektara
lands af Króksseli Fossárrétt til
afnota. Víðsýni er mikið frá Foss-
árrétt til fjalla Skagaheiðar og
yfir lendur hennar, út á Húna-
flóa og vestur til Stranda, og
einnig sér vel fram um héraðið
til fjalla þess.
Margt manna var samankomið
við réttarvígsluna af bændum og
búaliði, þar á meðal gamlir sveit-
ungar í Reykjavík, er réttað var
í fyrsta skipti í hinni nýju rétt.
Elstu menn voru þar úr sveit-
inni bændurnir Halldór Guð-
mundsson, Hólma og Gunnlaug-
ur Bjiirnsson, Harrastiiðum.
Oddviti Skagahrepps, Sveinn
Sveinsson bóndi á Tjörn, hafði