Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 69
H Ú N AVA K A
67
fárra manna búskapnr, var það eðlilegt, því að hans jafningi fannst
máske ekki.“
Guðmundur liefir verið ágætum hæfileikum búinn, sent erfið lífs-
kjör framan af ævi hafa aukið og þroskað eins og jafnan mun verða
um góða efniviðu. Kjarkurinn var óbilandi, áhuginn sívakandi og
hyggindin og framsýnin stöðugt á verði. I'að var því ekki að undra,
þó að Guðmundur yrði maður auðugur. Jafnvel röskun, sem varð á
þjóðfélaginu við Móðuharðindin gaf framsýnum hæfileikamanni
eins og Guðmundi, sérstaka aðstöðu til þess að beita hæfileikum sín-
um til fjáröflunar, sbr. jarðakaupin á Hólastólsjarðauppboðinu á
Ökrum í Skagafirði, en Jrar náði Guðmundur kaupum á Frostastöð-
um og Yztu-Grund, ,,því að vegna yfirstandandi hallæris varð verð
þeirra heppilega lítið,“ segir Björn á Brandsstöðum, en báðar þessar
jarðir kostuðu þá ekki nema 637 rd.
Guðmundur Jónsson kvæntist vorið 1781 bóndadóttur úr Svartár-
dal, Ingibjörgu Andrésdúttur, systur Ólafs bónda á Botnastöðum og
síðar í Valadal Andréssonar. Ingibjörger talin fædd í Stafni um 1756
og dáin í Stóradal 18. maí 1826. Foreldrar hennar voru hjónin
Andrés Björnsson og Ingibjörg Jónsdóttir, er síðast bjuggu á Botna-
stöðum. Andrés þessi var sonur Björns bónda í Koti í Vatnsdal,
Illugasonar bónda á Haukagili Jónssonar.
Björn á Brandsstöðum lýsir Ingibjörgu Andrésdóttur svo: „Hún
var stillt og góðlynd, Jró alvarleg, honum mikið vel hlýðin, í góðu
áliti hjá þeim, er til hennar Jrekktu.“
Guðmundur í Stóradal og Ingibjörg eignuðust fjórar dætur. Verða
Jxer hér nefndar og getið niðja, Jrar sem Jrað hefir ekki verið áður
gert í þessum Jráttum:
1. Björg Guðmundsdóttir, fædd um 1782, dáin fyrir 1801, ógift og
barnlaus.
2. Ingibjörg Guðmundsdóttir, fædd um 1783, dáin 17. des. 1859.
Tvígift. Fyrri maður Þorleifur Þorkelsson hreppstjóri í Stóra-
dal, — sjá þátt lians. Seinni maður Kristján Jónsson ríki, barn-
laus, — sjá og þátt hans.
3. Ingiríður Guðmundsdóttir, f. 1790. Húsfreyja á Eyvindarstöð-
um. Tvígift. Missti heilsuna á miðjum aldri og dó 9. júní 1828
einungis 38 ára. Fyrri maður Ingiríðar var (g. 21. apríl 1808)
Jón Bjarnason frá Holti í Svínadal, albróðir Björns annálarit-