Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 81
H Ú N AVA K A
79
allt og skilcli engar menjar eftir sig, nerna ef vera kynni einstaka
eftirleguísmola, sem veltust um í flæðarmálinu heldur vesaldarlegir
miðað við fyrra veldi og stærð.
Já, þetta erfiða líf hafði haft sínar björtu og eftirminnilegu hliðar,
þrátt fyrir allt.
í bjartri sumarnóttinni var gamall maður að kveðja. Hann stóð
fyrir utan gamla lágreista bæinn sinn í húminu, eins og hann hafði
svo oft áður gert, en nú virtist honum svo margt öðru vísi, honum
fannst hann koma auga á svo margt nýtt. Meðan hann lét hugann
reika til fornra daga, horfði hann út yfir Sandvíkina, þessa norðlægu
vík, sem hann hafði fæðst við, leikið sér við, þar sem hann hafði alizt
upp og svo búið langa ævi stundum við fremur kröpp kjör, er illa
áraði, en alltaf komist af með sig og sína.
Nú stóð hann þarna á föðurleifð sinni, jörðinni, sem hann var að
fara frá til annars staðar, til þess að eyða síðustu ævidögunum og til
þess að deyja þar og eflaust til þess að verða grafinn fjarri ættjcjrð-
inni, að honum fannst. hað var ekki laust við að hann fyndi til sekt-
arkenndar gagnvart sjálfum sér og gagnvart hinum dauðu- Var hann
í rauninni sá fyrsti í ættinni, sem var að gefast upp með þessum
liætti? Búskapurinn hafði verið aðalsmerki forfeðra hans og bóndinn
þeirra tignarheiti, sem Jreir voru stoltir af að bera. Nú var þetta við-
horf breytt og með burtför fyrri búenda byggðarlagsins, svo og barna
lians, var grundvellinum undan áframhaldandi veru hans þarna
burtu kippt. Hann varð að viðurkenna þetta, en fann jafnframt, að
sektarkenndin myndi fylgja honum Jrað sem eftir væri. Sarnt var eins
og rödd innra með honum reyndi að setja fram viss rök til þess að
réttlæta burtför hans frá þessum stað. Kannski myndi hann komast
vfir Jretta með tímanum, eins og svo margt annað, sem lífið hafði
kennt honum að sætta sig við. Gamla manninum liafði ekki orðið
svefnsamt Jressa síðustu nótt. Löngu áður en þessi dagur rann upp,
Iiafði hann óskað sér Jress, að veðrið myndi verða eins vont og J^að
gæti framast orðið, Jn í að Jrá yrði kveðjustundin og söknuðurinn
eftir æskustöðvunum ekki eins sár. I»á yrði hann ef til vill bara guðs-
feginn að komast burt. Nú var kveðjustundin runnin upp og ekki
bólaði á vonda veðrinu. Það var eins og öll náttúran tyllti sér á tá
og skartaði sínu fegursta, til Jress að þóknast gamla bóndanum. Hann
fann, að líklega yrði Jretta eina vornóttin, sem hann hafði lifað þarna
í Sandvík, og þessi nótt mundi verða samnefnari allra þeirra nátta