Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 35
UNNAR AGNARSSON:
„Pá kom jóíkih til að da nsa“
Rætt við
Elinborgu Guðmunclsclóttur
Elinborgu Guðmundsdóttur þekkja allir Húnvetningar. Hún er
glaðvær, félagslynd, vinnusöm og geislandi af fjöri. Kvik i hreyfing-
um og frjdlsleg, sem sagt mikið yngri en árin segja t.il um. Við hitt-
umst i vetur yfir kaffibolla, og œtlunin var að rabba örlitið um það
sem d daga hennar hefur drifið, en gefum henni orðið.
Ég er fædd á Kringlu 8. september 1903 og ólst þar upp. Foreldrar
mínir voru: Anna Guðbjörg Jónsdóttir frá Gröf í Mosfellssveit og
Guðmundur Sigurðsson frá Kringlu. Þau eignuðust 5 dætur, sú elsta
dó á þriðja ári úr barnaveiki, en sú yngsta nýfædd 190:5, og þá dó
móðir mín einnig. Hinar eru: Anna fædd 1902 og Teitný fædd 1904.
Það hefur verið þung sorg fyrir föður minn, að standa uppi með þrjú
smábörn, en hann átti móður, sem var nógu stórhuga til þess að
skilja okkur ekki að, og því ólumst við upp saman í ástríkri umsjá
föður okkar og ömmu, Elinborgar Guðmundsdóttur.
Guðrún föðursystir mín var heima hjá móður sinni, og liefur verið
mikil hjálp við að annast okkur.
Elinborg amma mín var hörkudugleg og mikil búkona. Hún unni
öllum framförum, og tileinkaði sér þær eftir því sem hún gat, t. d-
var fyrsta hestakerran, sem kom á Ásana, keypt að Kringlu.
Þegar faðir minn missti móður mína var amma nýorðin ekkja, en
átti samt nægan kjark og kærleiksþel til þess að taka jressa ákvörðun,
og 0—7 árum seinna tók hún að sér litla telpu, sem fæddist hjá henni
á Kringlu, og ól liana upp til fullorðinsára, en hún er Klara Bjarna-
3