Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 175
H Ú N AVA K A
173
tungum, skammt framan heima-
lands Grímstungu. Það var ær og
tvö lömb frá Grímstungu, einnig
lambhrútur frá Blönduósi. Seint
í febrúar fór Aðalsteinn bóndi á
Leifsstöðum fram á Eyvindar-
staðaheiði, vestur yfir Blöndu
framan við gilið og út með því
að vestan. Sá hann þá tvær kind-
ur í gilinu austanverðu, framan
við Refsá. Voru þær sóttar dag-
inn eftir og reyndist þar vera
dilkær frá Brandsstöðum.
Allar voru kindur þessar í
sæmilegu ásigkomulagi ',er þær
fundust.
Vélsleðar voru notaðir við leit-
ir þessar, enda mikill snjór á
heiðum.
Jóh. Guðm.
HÚNAVER 20 ÁRA.
Á þriðja degi jóla þ. 27. desem-
ber 1977 var haldið hóf í Húna-
veri til að minnast þess að hinn
7. júlí sl. voru liðin 20 ár frá því
að vígsla Húnavers fór fram, og
félagsheimilið tekið í notkun.
Var samkoma þessi fjölsótt, og
komu um 250 manns, þar á
meðal margir Bólhlíðingar, sem
nú eru búsettir í nálægum byggð-
arlögum. Formaður félagsheim-
ilisstjórnar, Stefán Hafsteinsson,
Gunnsteinsstöðum, setti sam-
komuna, en veislustjóri var sr.
Hjálmar Jónsson, Bólstað. Jón
Tryggvason oddviti í Ártúnum
rakti sögu byggingarinnar, og
skýrði frá starfrækslu hússins.
Einnig fluttu ræður þeir Guð-
mundur Halldórsson frá Bergs-
stöðum og sr. Birgir Snæbjörns-
son, sem báðir störfuðu þar mik-
ið að félagsmálum um það leyti,
sem húsið var byggt og á árun-
um þar á eftir. Söngvarar frá
Akureyri skemmtu í afmælishóf-
inu, og heimamenn fluttu gam-
anmál. Einnig söng Karlakór
Bólstaðarhlíðarhrepps nokkur
lög. Að lokum var stiginn dans
fram eftir nóttu og skemmtu
menn sér ágæta vel.
Eins og fyrr greinir var Húna-
ver vígt 7. júlí 1957. Hafði bygg-
ing þess staðið yfir næstu 5 árin
þar á undan. Bólstaðarhlíðar-
hreppur, kvenfélag sveitarinnar,
ungmennafélagið og búnaðar-
félagið eru eigendur hússins. Er
hreppurinn með 1/, eignaraðild,
en félögin með i/6 hvert.
Byggingarkostnaður Húnavers
var um tvær milljónir króna, sem
var mikið fé á þeim tíma, og
verulegt átak fyrir fámennt
sveitarfélag. Sveitungarnir sýndu
framkvæmd þessari mikinn
áhuga og lögðu fram vinnu og
fjármuni til byggingarinnar í
ríkum mæli. Húnaver var reist
á landi, sem Bólstaðarhlíðar-
hreppur keypti af eiganda Botna-
staða. Um það leyti, sem Húna-