Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 33
H Ú N AVA k A
31
komast upp á bakkana vegna þess hvað þeir voru brattir og háir, en
á nokkrtnn stöðum voru í þá skörð, sem hægt var að fara eftir, ef á
þurfti að halda, og við þekktum þau öll. Frá Undirfelli og fram að
Undirfellsrétt var áin skjaldan fær, hún át svo af sér þar. Þá fórum
við upp af Iienni annað livort hjá Bakka og síðan fram engi á móts
við réttina, eða upp á vesturbakkann fyrir neðan Undirfell og þaðan
eftir svelladrögum fram að rétt.
— Hvað varstu lengi i sleðaferð til Blönduóss?
— Það var nokkuð misjafnt. Yfirleitt var farið snemma á stað að
heiman, en það fór nokkuð eftir því, hvað dagur var orðinn langur
og hvernig stóðá tungli, því að ekki þótti gott að vera á ferð í myrkri.
Þegar veður og færi var gott var ég venjulega tvo daga í ferðinni, en
nokkuð oft á þriðja dag, mjög skjaldan lengur.
— Gátuð þið tekið út vöru á Blönduósi sama daginn og þið fóruð
að heiman?
— Gjamast var það ekki gert, en undirbúið dálítið og dagurinn
tekinn tímanlega að morgni. Það hepjjnaðist þó ekki að hafa sig
heim Jrann dag nema því aðeins að færi væri reglulega gott, og svo
skijrti það miklu máli, livort tunglsljós var að kvöldinu eða ekki.
— Var mikið talað um það, hvað sleðaferðirnar kostuðu?
— Ég heyrði aldrei á það minnst.
AÐ SEGJA DRAUM SINN
Fyrrum sagði gamla fólkið að ekki væri vandalaust að segja draum sinn. Til
þess að hann réðist vel, áttu menn að hafa fyrst upp þessa þulu, sem er til í
ýmsum gerðum:
„Draum dreymdi mig," sagði Sankti Pétur. „Hvernig er hann látandi?" sagði
Kristur. „Að þú hefðir alla veröldina í þínum linefa, og varst kóngur kónganna
og drottinn drottnanna." „Þig dreymdi rétt,“ s;igði Kristur, „hver sem segir þinn
draum fyrri en sinn hans draumur skal þeim að sigri verða."
íslenskir þjóðhættir.