Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 71
H Ú N AVA K A
69
d. 12. marz 1875) Jónsdóttir prests á Barði í Fljótum Jóns-
sonar og k- h. Guðrúnar Pétursdóttur prentara á Hólum,
Jónssonar.
Af 5 börnum þeirra Brúnarhjóna mun einungis eitt
þeirra, Ósk Guðmundsdóttir, hafa látið eftir sig niðja. Ósk
Guðmundsdóttir giftist Jóni frá Gilhaga í Skagafirði Þor-
steinssyni bónda þar Þorsteinssonar. Börn þeirra hjóna voru
fjögur: 1) Guðbjörg Jónsdóttir kona Björns Sveinssonar síð-
ast bónda á Gili í Borgarsveit í Skagafirði, 2) Jón Jónsson,
sem lengi bjó á Eyvindarstöðum í Blöndudal, kvæntur
frænku sinni Osk Gísladóttur frá Eyvindarstöðum Ólafsson-
ar, Tómassonar, 3) Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja í Reykja-
vík og 4) Halldóra Jónsdóttir, sem átti Skarphéðinn Einars-
son skálds frá Bólu, Andréssonar. Dætur þeirra voru Ósk og
Ingibjörg (dáin) báðar húsfreyjur á Blönduósi.
Laundóttir.
Meðan Guðmundur Jónsson bjó á Hóli eignaðist bann
bam með vinnukonu sinni, Svanborgu (f. 1819) Oddsdóttur
bónda að Litluhlíð og Þorsteinsstöðum Jónssonar, sjá Ættir
Skagfirðinga nr. 458. Barn þetta var stúlka, Sigríður Guð-
mundsdóttir, f. 16. nóv. 1842, d. 10. sept. 1904. Sigríður Jressi
giftist norður í Eyjafjörð, Bjarna Krákssyni bónda á Hrauns-
höfða í Öxnadal. Frá Jreim hjónum er mikil ætt: Nefni hér
aðeins tvo niðja, og er hvorugur búsettur við Eyjafjörð:
Matthías Bjarnason ráðherra er sonarsonur Jreirra Hrauns-
luifðahjóua, og Helga Búadóttir húsfreyja á Stóru-Giljá er
sonarsonardóttir þeirra B jarna og Sigríðar Guðmundsdóttur.
b. Af börnum Ingiríðar Guðmundsdóttur og seinni manns
hennar, Olafs Tómassonar, er (físli bóndi á Eyvindarstöðum
kunnastur. Hann var kvæntur frænku sinni Elísabetu Pálma-
dóttur frá Sólheimum, oger þeirra hjc'rna getið í þætti Pálma
í Sólheimum.
Þrjú þeirra systkina Gísla: Jón, Kristján og Björg fengu
maka sína frá Gilsstöðum í Vatnsdal, og voru |tau Jrví syst-
kini Páls Snæbjörnssonar sem átti Ingiríði Ólafsdóttur Irá
Eiðsstöðum eins og segir í Jrætti Ólafs á Eiðsstöðum. Verður
Jætta ekki rakið nánar hér og nú horfið að því að segja frá
fjórðu dóttur Guðmundar í Stóradal.