Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 206
204
H Ú N AVA K A
rún Helgadóttir, Karlskála og
Halldóra Pétursdóttir í Höfða-
koti, er hafa um 50 ára bil starf-
að í félaginu. Áður hefur félagið
kjörið heiðursfélaga þær Körlu
Helgadóttur, Ásbergi og Guð-
rúnu Teitsdóttur, Árnesi.
Fyrst hét félagið Heimilisiðn-
aðarfélagið Eining, en síðar
Kvenfélagið Eining. Fyrsti for-
maður þess var Emma Jónsdóttir
húsfreyja á Spákonufelli en for-
mennsku gegndi lengst Sigríður
Guðnadóttir, Breiðabliki. Eru
þær báðar látnar.
Félagið hefur látið til sín taka
í líknar- og menningarmálum á
marga vegu. Það var eitt þeirra
félaga er átti hlut að ]rví að
félagsheimilið Fellsborg var reist
og á þar herbergi.
Ajmœli Kvenjélagsins Heklu
i Skagahreppi.
Þann 28. ágúst átti Kvenfélagið
Hekla 50 ára afmæli, en for-
göngu um stofnun þess hafði
Anna Tómasdóttir í Víkum á
Skaga og var lengi formaður þess.
Hefur félag þetta oft starfað
mikið. Má þar til telja að það
keypti spunavél og byggði hús
yfir hana, fyrst á Kálfshamars-
nesi og síðan á Sviðningi. Það
hélt jólaskemmtun á Kálfsham-
arsnesi. Kvenfélagið hefur oft
gefið Hofskirkju góðar gjafir.
Þá er það í frásagnir færandi
að eitt sinn fóru konurnar í vega-
lagningu í Digramúla er var oft
erfiður yfirferðar. Hefur félagið
stutt mörg góð málefni í Skaga-
hreppi.
Kvenfélagið hélt upp á afmæl-
ið milli jóla og nýárs með því að
þær sóttu leiksýningu í Höfða-
kaupstað og buðu eiginmönnum
sínum með sér.
Samband Austur-Húnvetnskra
kvenna gaf kvenfélaginu borð-
fána á stöng.
Formaður félagsins er A!da
Friðgeirsdóttir, Sviðningi.
Skipasmíðar.
Hjá Trésmiðju og Skipasmíða-
stöð Guðmundar Lárussonar h.f.
starfa að jafnaði 14 til 20 manns
við ýmsa byggingarvinnu og
skipasmíði.
Stöðin afhenti 2 plastbáta á
árinu. Bolir þeirra voru innflutt-
ir, en þeir síðan innréttaðir í
skipasmíðastöðinni og vélar og
tæki sett í þá. Bátarnir eru af-
hentir tilbúnir á veiðar.
Fyrri báturinn, sem er 14
tonn, var afhentur 10. júlí 1977.
Nafn hans er Anný HU 3, eig-
andi Einar Guðmundsson ski]D-
stjóri hér á staðnum.
Seinni báturinn, sem er 8
tonn, var afhentur 28. okt. 1977.
Nafn hans er Sindri RE 4fi, eig-
andi Jón Sigurðsson skipstjóri í
Reykjavík.