Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 143
H Ú N AVA K A
141
Þau hjón settust á býli sitt svo niðurnítt, að lengra verður naum-
ast seilzt. Nú er það meðal hinna glæsilegri í héraðinu. Það má ekki
gleymast, að þar er um að ræða önn tveggja kynslóða. Þar hefur hin
síðari byggt á þeim grunni, er sú fyrri lagði og þó fyrst og fremst
helgað önn sína þeim hugsjónum, sem hæst risu á öndverðum ferli
þeirra hjóna.
Á það hefur þegar verið bent, að Pétur hafi oft verið að heiman
heimtur í þágu umhverfisins. En fátt mun hafa gengið úrskeiðis,
„þótt hann væri firr farinn.“ Það segir sína sögu, að vísu sjaldan
sagða — en trúlega jafnoft vanskilda. Það er saga húsmóðurinnar,
sem heima situr, hlaðin Jreim önnum, sem allar aldir íslandsbyggðar
hafa hvílt á herðum húsmóðurinnar. Við þær bætist svo vakan, sem
húsbóndinn var heimtur frá, þótt hann hafi falið staðgengli verkin,
hafi hann Jrá verið fyrir hendi. íslendingar segja þegar svo fellur, að
þetta færist á herðar húsmóðurinnar. Þar hefur Hulda á Höllustöð-
um komið mjög við sögu, ráðlyng, hugrökk og fjölþætt, en þannig
að til afreka má telja, Jrótt sá Jráttur verði óskráður hér. Stærst er
hún í hlutverki sínu, sem hamingjugjafi Péturs.
Þeim hjónum fæddust fjögur börn. Þau eru: Páll, bóndi og al-
þingismaður á Höllustöðum. Már, héraðsdómari í Hafnarfirði.
Hanna Dóra, kennari í Reykjavík og Pétur Ingvi, læknir við Lands-
spítalann.
Þegar ég renni hug til kynna okkar Péturs á Höllustöðum, verður
mér starsýnast á þetta: Gleði hans var ljúf en hávaðalaus, alvaran
hugþekk og föst vináttan traust og hlý, en fórnfús atorka aðals-
merkið. Með slíkum er gott að eiga langstæða samleið.
Pétur lézt á Héraðshælinu á Blönduósi 7. maí.
Sendi þeim, er sárast sakna, samúðar- og vinarkveðjur.
Guðmundur Jósafatsson frá Brandsslöðum.