Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 153
H Ú N AVA K A
151
Hún unni mjög einkadóttur sinni og bjó með henni um áratugi
og öðlaðist hjá henni gott heimili við góða hagi og atlæti. Fóstur-
börn hennar sýndu henni ræktarsemi með heimsóknum og öðrum
vinahótum.
Halldóra var veitid og gestrisin sem fyrr, las mikið og ræddi við
fólk um menn og málefni.
Hún var jarðsett að Spákonufelli 24. september.
Þann 10. okt. 1977 andaðist á heimili sínu Bogabraut 3, Höfða-
kaupstað Astmar Inguarsson.
Hann var fæddur 5. júní 1923 á Eldjárnsstöðum í Blöndudal. Voru
foreldrar hans Ingvar Pálsson bóndi, lengst af á Balaskarði í Vind-
hælishreppi, og kona hans Signý Benediktsdóttir.
Er Ástmar ólst upp varð hann myndarlegur ungur maður sem fað-
ir hans, félagslyndur og glaðsinna og dyggur til allra starfa. Hann
vann fyrst á búi foreldra sinna og stundaði sjóróðra á vetrarvertíð-
um í Höfnunum. En hugur hans stefndi heim á leið og má segja að
hann dveldi alla tíð í hinum forna Vindhælishreppi.
Honum fór sem fleirum að hann fékk sér ungur bíl og varð akstur
iians aðalatvinna. Flutti hann sig þá til Skagastrandar. Nokkuð var
þá erfitt að hefja sig upp í þessari stétt, bílar dýrir, kaupið ekki hátt
og oft stopul vinna. En Ástrnar var einn af þeim sem vann sig áfram
með áreiðanleik, ljúfmannlegri umgengni og var verkafús, lánaðist
honum þessi starfi því vel.
Hann kvæntist Jóhönnu Sigurjónsdóttur frá Vestmannaeyjum 5.
júní 1949, bjuggu þau alla tíð í Höfðakaupstað. Þau eignuðust þessi
börn: Ingvar sjómann, kvæntan Jónu Sigríði Guðjónsdóttur, búa
þau í Bolungarvík. Sigurjón bifreiðastjóra, kvæntan Jökulrós Gríms-
dóttur, búsettur í Höfðakaupstað. Signýju og Kára sem búa heima.
Þau hjón urðu að vinna hörðum höndum til að komast áfram,
svo þau yrðu sjálfstæð í lífinu. Þetta auðnaðist þeim. Ástmar annað-
ist um árabil alla útkeyrslu olíu fyrir umboðsmann Shell á Skaga-
strönd, Ola Omundsen, en er hann flutti burt, lilaut Ástmar um-
boðið og hafði þá alla afgreiðsluna heima.
Starf Ástmars var án efa oft erfitt eins og þessarar stéttar manna í
vetrartíð og á lélegum vegum. En allir verða að fá sinn hitagjafa sem
olían er og var Ástmar samvizkusamur um þessa þjónustu. Þá var