Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 147
HÚN AVAKA
145
Heiðrún hefur nú verið kölluð héðan burt. Til Guðs eru allir
hlutir. Minnumst játningar Ágústínusar er hann segir: „Hjarta vort
er órótt uns það hvílist í þér, Drottinn.“
Sr. Hjálmar Jónsson.
Jóhannes Björnsson, Sunnuvegi 3, Höfðakaupstað, andaðist á Hér-
aðshælinu á Blönduósi 14. júní. Hann var fæddur 22. jan. 1896 á
Skriðulandi í Kolbeinsdal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Björn
Magnússon og María Gísladóttir úr Svarfaðardal. Meðal annarra
barna þeirra hjóna er Steinunn, gift Sigvalda Halldórssyni í Stafni
í Svartárdal.
Þau Björn og María fluttu, er Jóhannes var eins árs, að Fossi á
Skaga og munu síðan hafa búið á Skaga að austan- og vestanverðu.
Voru þau oft í húsmennsku með börn sín.
Innan við fermingu fór Jóhannes að Víkum og átti þar góða ævi
hjá Önnu Tómasdóttur húsfreyju. Er Jóhannes hafði aldur til stund-
aði hann sveitastörf, en reri stundum. Hann var verklaginn svo störf
lians fóru honum vel úr hendi.
Þá var liann bókhneigður og minnugur, bar gott skyn á tölur og
skrifaði ágæta rithönd. Jafnlyndur og léttur í tali og fylgdist vel með
málum manna.
Ungur hóf hann búskap í Örlygsstaðaseli og voru þá hjá honum
Björn faðir hans og María móðir hans er var dugnaðarkona mikil.
Jóliannes Björnsson hóf síðan búskap með Dagnýju Guðmunds-
dóttur, mestu dugnaðar og ráðdeildarkonu, er var manni sínum stoð
og stytta í lífsbaráttunni. Þau gengu í hjónaband 25. október 1942.
Þau eignuðust þessi börn: Pál Valdimar ókvæntur, búsettur hjá
foreldrum sínum, Sigmar kvæntur Sigurbjörgu Angantýsdóttur, búa
Jrau á Skagaströnd, F ristin Vilberg kvæntur Agnesi Sæmundsdóttur,
búa í Grindavík og Óskar Jens vélstjóra, búsettur í Reykjavík.
Jóhannes og Dagný voru ávallt leiguliðar og bjuggu lengst af á
Kaldrana og Kálfshamri, síðan á Fjalli, Keldulandi og Spákonufelli.
Þau voru vel látin, hlý í viðmóti, gestrisin og kostuðu kapps um að
ala börn sín vel upp. Tíðir búferlaflutningar hafa eigi þótt vænlegir
til auðsældar. En hitt var að þau fóru vel með hlutina og áttu lífs-
ánægju, sem oft er meira virði en háreist híbýli manna og ríkisdalir.
Heilsuleysi sótti á Jóhannes á efri árum er jókst eftir því sem ald-
10