Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 38

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 38
38 Klóþang (Ascophyllum nodosum) (13. mynd) lifir í fjörunni en stórþari (Laminaria hyperborea) (14. mynd) neðan hennar og allt niður á 30 metra dýpi norðanlands, þar sem sjór er tærastur. Báðar þessar tegundir eru fyrst og fremst nýttar til framleiðslu á gúmmíefninu algíni. Hér við land eru nú nýtt 15 til 20 þúsund tonn af klóþangi árlega en ekki nema fáein þúsund tonn af stórþara. Þessi nýting er líklega innan við eitt prósent af áætlaðri stofnstærð þessara tegunda. Nýting þörunga til matar hér á landi er enn mjög takmörkuð. Yfir 30 tegundir sem hér vaxa eru góðir matþörungar og margir þeirra eru notaðar til matar erlendis og sumir hafa verið nýttar um aldir. Sem dæmi um tegundir með töluverða útbreiðslu og tiltölulega stóra stofna hér og nýttar eru erlendis mætti nefna, purpurahimnu (nori) (Porphyra umbilicalis) (15. mynd), sem er einna þekktust og notuð í sushi matreiðslu, kólgugrös (Devaleraea ramentacea) (16. mynd) sem er góður matþörungur, skyldur sölvum og finnst víða í þéttum breiðum, sjóarkræðu (Mastocarpus stellatus) (17. mynd) sem notuð var í grautargerð hér áður fyrr en nú er unnið úr hleypiefnið carrageenan og maríusvuntu (Monostroma gervillei) (18. mynd) sem víða er notuð til matar. Af stærri þarategundum sem finnast hér við ströndina eru nokkrar sem nýttar eru til matar. Marínkjarni (Alaria esculenta) (19. mynd) er sú eina af þeim sem vitað er að hafi verið notuð til matar á Íslandi áður fyrr og er enn. Marínkjarni þótti einnig gott skepnufóður. Stórþari og beltisþari (Saccharina latissima) (20. mynd) voru áður fyrr nýttir hér sem fóður og áburður en ekki til manneldis. Á allra síðustu árum hafa þessar tegundir þó verið nýttar til manneldis. Í Suðaustur- Asíu er „kombu“ vinsæll matþörungur. Hann líkist beltisþara hvað varðar útlit og bragð. Þar sem beltisþari er ekki þekktur matþörungur hefur verið brugðið á það ráð að markaðsetja beltisþara sem kombu. Nýting þörunga við Ísland á sennilega eftir að aukast verulega á næstu árum og áratugum. Nauðsynlegt er að meta fyrir hverja tegund út frá stofnstærð, vexti, æxlun og öflunartækni hvernig hana má nýta á sjálfbæran hátt. 15. mynd. Purpurahimna. 18. mynd. Maríusvunta. 16. mynd. Kólgugrös. 19. mynd. Marínkjarni. 17. mynd. Sjóarkræða. 20. mynd. Beltisþari 13. mynd. Klóþang. 14. mynd. Stórþari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.