Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 49

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 49
49 væri vandamál og síðan unnu málsaðilar að því í sameiningu að ráða bót á því.“ Sjómannafélögum hefur fækkað Sjómönnum og sjómanna- félögum hefur fækkað verulega á undanförnum árum. „Já það hafa orðið gríðarlegar breyting- ar á þeim tíma sem ég hef gegnt formennsku í Sjómanna- sambandinu. Ég held að ég muni það rétt að sjómanna- deildir og félög innan Sjó- mannasambandsins hafi verið 34 eða 36 talsins þegar ég varð formaður en núna eru þau 18. Sem dæmi eru öll sjómanna- félög á Austurlandi sameinuð undir einum hatti, mig minnir að þau hafi verið tíu fyrir tutt- ugu árum. Á Snæfellsnesi er ekki langt síðan að það voru þrjú sjómannafélög en nú er þar eitt félag. Og það sama má segja um Vestfirði, þar er eitt fé- lag fyrir allt það svæðið.“ Sævar segir að fyrir tuttugu árum hafi sjómenn innan vé- banda Sjómannasambandsins verið á bilinu fimm til sex þús- und en nú séu þeir innan við þrjú þúsund. „Ég held að við hljótum að vera komnir að ákveðnum mörkum í þessu og við munum ekki sjá frekari fækkun sjómanna. Ég neita því ekki að ég hef miklar áhyggjur af fækkun í áhöfnum skipa því það getur leitt til aukinnar slysahættu. Það býður einfald- lega heim hættu á aukinni tíðni slysa ef mönnum um borð í skipunum er fækkað meira en góðu hófi gegnir. Það staðfesta allar rannsóknir, hvort sem um ræðir vinnu á sjó eða í landi, að eftir því sem starfsmennirnir eru þreyttari því minni verður einbeitingin og líkur á slysum aukast,“ segir Sævar. Gengið vel frá hruni Sævar segist telja að almennt sé staða íslenskra sjómanna nokkuð góð í dag. „Öfugt við marga aðra fara hagsmunir sjó- manna ekkert endilega saman við það sem gerist á almennum vinnumarkaði. Upp úr aldamót- um, þegar krónan var sem sterkust, var staðan mjög erfið og illmögulegt að manna mörg skip vegna lágra launa og af- urðaverð var sömuleiðis fremur lágt. En frá hruni, frá 2008 og fram á þetta ár, hefur gengið vel í sjávarútvegi. Þegar gengur vel hjá fyrirtækjunum eru sjó- mennirnir yfirleitt að gera það gott líka. Lágt gengi krónunnar frá hruni og hátt afurðaverð gerir það að verkum að afkom- an hefur almennt verið góð, þó svo að ég taki skýrt fram að af- koman er mjög mismunandi hjá einstaka hópum sjómanna. Sáttur við að hætta Fráfarandi formaður Sjómanna- sambandsins er sáttur við að hætta á þessum tímapunkti. „Já, ég er það. Það var alfarið mín ákvörðun að hætta. En ég verð hér væntanlega í einhverja mánuði til viðbótar á meðan nýr formaður, sem er búsettur í Vestmannaeyjum, flyst búferl- um upp á land og kemur sér fyrir hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekkert vandamál fyrir mig því það vill enginn fá verkalýðsforingja á áttræðis- aldri í vinnu,“ segir Sævar og hlær.  Hann segist ekki hafa í hyggju að fara í golfið þegar hann lýkur störfum hjá Sjó- mannasambandinu. „En ég mun alveg örugglega fara í göngutúra sem aldrei fyrr. Ég hef undanfarin tvö og hálft ár reynt að gefa mér tíma til þess að fara í göngutúr á hverjum einasta degi hér í Mosfellsbæ, þar sem ég bý. Ég sé mest eftir því að hafa ekki byrjað á þessu miklu fyrr. Þetta er mér alveg nauðsynlegt og mér líður ekki vel ef ég missi úr einn einasta dag. Ég finn að ég hef gott af því að hreyfa mig og þegar mikið er um að vera í vinnunni jafnast ekkert á við að komast út í náttúruna til að hreinsa hugann. Maður kemur endur- nærður til baka,“ segir Sævar. Úr austur- og vesturbænum Það er skemmtileg tilviljun að bæði fráfarandi og nýr formað- ur Sjómannasambandsins eiga ættir sínar og uppruna í Fjalla- byggð – Sævar er Ólafsfirðingur en Valmundur er Siglfirðingur. „Já, það er mjög gaman að þessu. Eins og vinir mínir og frændur í Fjallabyggð segja í dag, þá er Valmundur úr vestur- bænum en ég úr austurbæn- um,“ segir Sævar Gunnarsson. Strandgötu 1 Neskaupstað Sími:4700 800 Fax:4700 801 • Veiðarfæraþjónusta • Gúmmíbátaþjónusta • Fiskeldisþjónusta Stöðug þróun veiðarfæra í samvinnu við sjómenn og útgerðir. Fjarðanet er aðili að Hampidjan Group Neskaupstaður / Fjáskrúðsfjörður / Akureyri / Ísafjörður www.fjardanet.is fjardanet@fjardanet.is Víðtæk þekking og reynsla í uppsetningu og gerð veiðarfæra Alhliða veiðarfæraþjónusta í höndum fagmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.