Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 41

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 41
41 Mikill stöðugleiki er í fiskveið- um við landið ef marka má aflann á fyrsta fjórðungi fisk- veiðiársins sem lauk í lok nóv- embermánaðar. Samanborið við sama tímabil í upphafi síð- asta fiskveiðiárs munar aðeins 0,5% sem er samdráttur á þessu ári. Einkum er hann skýrður með minni afla af norsk-íslenskri síld, ufsa, ýsu og gullkarfa. Hins vegar varð aukning í veiðum á makríl og íslenskri sumargotssíld. Þorskaflinn varð nú í haust nánast sá sami og í fyrra en ýsu- aflinn röskum 4.700 tonnum minni, sem svarar til rúmlega þriðjungs samdráttar. Sam- dráttur í norsk-íslensku síldinni nam 19 þúsund tonnum en aft- ur á móti jókst afli sumargots- síldarinnar um rúm 29 þúsund tonn og makrílaflinn um 6.200 tonn. Á fyrsta ársfjórðungi yfir- standandi fiskveiðiárs veiddu íslensk skip nánast sama magn af þorski og á sama tímabili á fyrra ári. Ýsuaflinn dregst sam- an á milli ára um 4.740 tonn eða 34%. Þetta skýrist af 8 þús- und tonna samdrætti í úthlutun aflamarks milli fiskveiðiára. Aflamarksskipin höfðu í lok nóvember nýtt 31,4% heimilda sinna í þorski og nam aflinn 53.500 tonnum. Aflamarksskip- in höðu á sama tíma nýtt 25% ýsukvótans og veitt 6.800 tonn. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu höfðu krókaafla- marksbátarnir nýtt um 25,5% þorskveiðiheimilda sinna, sem er 1,6% minna en sömu mánuði haustið 2013. Þorskaflinn var þá orðinn 7.900 tonn og ýsuaflinn 2.300 tonn. Ýsuaflinn svaraði til 44,8% krókaflamarksins í þeirri tegund en eftir fyrsta fjórðung síðasta fiskveiðiárs höfðu bát- arnir þó veitt nokkuð hærra hlutfall ýsukvótans, eða 58,1%. www.isfell.is Sjófatnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is F isk v eiða r Fyrsti fjórðungur fiskveiðiársins að baki: Heildaraflinn nánast sá sami milli ára Litlar sviptingar eru í aflamynstri í upphafi fiskveiðiársins miðað við sama timabil í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.