Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 41
41
Mikill stöðugleiki er í fiskveið-
um við landið ef marka má
aflann á fyrsta fjórðungi fisk-
veiðiársins sem lauk í lok nóv-
embermánaðar. Samanborið
við sama tímabil í upphafi síð-
asta fiskveiðiárs munar aðeins
0,5% sem er samdráttur á
þessu ári. Einkum er hann
skýrður með minni afla af
norsk-íslenskri síld, ufsa, ýsu og
gullkarfa. Hins vegar varð
aukning í veiðum á makríl og
íslenskri sumargotssíld.
Þorskaflinn varð nú í haust
nánast sá sami og í fyrra en ýsu-
aflinn röskum 4.700 tonnum
minni, sem svarar til rúmlega
þriðjungs samdráttar. Sam-
dráttur í norsk-íslensku síldinni
nam 19 þúsund tonnum en aft-
ur á móti jókst afli sumargots-
síldarinnar um rúm 29 þúsund
tonn og makrílaflinn um 6.200
tonn. Á fyrsta ársfjórðungi yfir-
standandi fiskveiðiárs veiddu
íslensk skip nánast sama magn
af þorski og á sama tímabili á
fyrra ári. Ýsuaflinn dregst sam-
an á milli ára um 4.740 tonn
eða 34%. Þetta skýrist af 8 þús-
und tonna samdrætti í úthlutun
aflamarks milli fiskveiðiára.
Aflamarksskipin höfðu í lok
nóvember nýtt 31,4% heimilda
sinna í þorski og nam aflinn
53.500 tonnum. Aflamarksskip-
in höðu á sama tíma nýtt 25%
ýsukvótans og veitt 6.800 tonn.
Samkvæmt upplýsingum
Fiskistofu höfðu krókaafla-
marksbátarnir nýtt um 25,5%
þorskveiðiheimilda sinna, sem
er 1,6% minna en sömu mánuði
haustið 2013. Þorskaflinn var þá
orðinn 7.900 tonn og ýsuaflinn
2.300 tonn. Ýsuaflinn svaraði til
44,8% krókaflamarksins í þeirri
tegund en eftir fyrsta fjórðung
síðasta fiskveiðiárs höfðu bát-
arnir þó veitt nokkuð hærra
hlutfall ýsukvótans, eða 58,1%.
www.isfell.is
Sjófatnaður
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Húsavík - Barðahúsi
• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi
• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1
• Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1
• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður -
Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
F
isk
v
eiða
r
Fyrsti fjórðungur fiskveiðiársins
að baki:
Heildaraflinn nánast
sá sami milli ára
Litlar sviptingar eru í aflamynstri í upphafi fiskveiðiársins miðað við sama timabil í fyrra.