Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 28

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 28
fyrirtækja og almennings til að ljúka verkinu og hafa haft opinn söfnunarreikning frá upphafi til að taka við styrkjum og fram- lögum. „Mikið púður hefur farið í peningaharkið en það tilheyrir. Auðvitað verðum að geta greitt það sem greiða þarf. Án ferða- laga, tæknilegrar þjónustu í kvikmyndagerð og aðstoðar af ýmsu tagi komumst við ekki langt. Það vantar talsvert upp á að við náum endum saman í að fjármagna verkið og við erum afskaplega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið nú þegar. Ég hef kynnt verkefnið víða og fengið sums staðar betri við- tökur en ég átti von á en lakari annars staðar, eins og gengur. Verkið er komið það langt að ekki verið staðar numið eða aft- ur snúið. Við ætlum að ljúka því, hvernig svo sem við förum að því.“ Þrír Dalvíkingar sunnan heiða ákváðu að minnast sjóslysa við Norðurland 1963 með því að reisa sjö sveitungum sínum, sem fór- ust með tveimur bátum, bautastein við Dalvíkurhöfn og að skrá sögu slyssins í heimildarkvikmynd.  Bautasteinninn er kominn á sinn stað og var afhjúpaður við athöfn 9. apríl 2013 þegar rétt 50 ár voru liðin frá sjó- slysunum miklu, kenndum við páska- hret.  Heimildarmyndin Brotið er þar stödd í vinnslu að upptökum er að miklu leyti lokið en mikið er óunnið í eftirvinnslu og frágangi. Upphaflega var ætlunin að setja saman 20 mínútna mynd um sjóslysin á Dalvík en verkefnið óx mjög í höndum aðstandenda sinna. Nú er vinnuramminn klukkustundarlöng mynd með Dalvíkurslysið sem kjarna máls en fjallað er líka í víðara sam- hengi um afleiðingar páskahretsins annars staðar á landinu og um tengd málefni.  Aðstandendur verkefnisins eru Haukur Sigvaldason smiður, María Jónsdóttir, textílhönnuður og nemi í margmiðlun, og Stefán Loftsson kvikmyndagerðar- maður. Sigvaldi Stefánsson, faðir Hauks og afi Stefáns, fórst ásamt Gunnari, bróður sínum, með vélbátn- um Val frá Dalvík. Minningarverkefnið í heild hefur verið drifið áfram með ómældri sjálfboðavinnu aðstandenda með Hauk í broddi fylkingar. Kostnaður hleypur engu að síður á milljón- um króna og verulega vantar upp á endar nái þar saman. Söfnunarreikningur er opinn fyrir frjáls framlög og styrki, reikningsnúmerið er 301-26-009463, kt. 600207-1720 (Edik). Þau voru viðstödd minningarathöfnina á Eyjafirði og áttu það semeiginlegt að hafa misst föður 9. apríl 1963. Frá vinstri: Jóhanna Óladóttir, Guðrún Tómasdóttir, Óli Þór Jóhannsson, Haukur Sigvaldason og Jóhannes Bjartmarsson. Bautasteinninn við Dalvíkurhöfn. Hann var tekinn úr hafnargarðinum á Dalvík fluttur suður í Kópavog þar sem Jón Adolf Steinólfsson, tréskurðarmeistari og listamaður, klappaði í hann lág- mynd. Haukur Sigvaldason sá um áletruninina. Listaverk sem lætur engan ósnortinn. Bautasteinn og Brotið 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.