Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 6

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 6
6 Á tímamótum sem þeim þegar nýtt ár gengur í garð og það gamla kveður má líta um öxl og velta fyrir sér ótal þáttum sjávarútvegsins, hvort rekstur skipa eða vinnslna gekk vel eða illa, hvort afurðaverð var ásættanlegt eða ekki á árinu og þannig mætti áfram lengi telja. Þegar allt kemur til alls er hins vegar vert að byrja á að velta fyrir sér því sem mikilvægast er, þ.e. sú þróun yfir lengri tíma að því betur verður fátíð- ara að mannslíf glatist í sjósókn við Íslandsstrendur. Það er sannarlega dýrmætasta tölulega staðreyndin um sjávarútveginn fyrir þjóðarbúið og milljarða hagnaður í krónum talið skiptir litlu þegar mannslíf eru annars vegar. Frammi fyrir snörpum lægðakerfum sem minnt hafa rækilega á sig undanfarnar vikur er full ástæða til að hafa í huga að einmitt við þessar aðstæður töpuðust því miður mörg mannslíf á ár- um áður. Og það fyrir ekki svo mörgum árum. Hér í Ægi er fjallað um eitt af þessum mannskaðaveðrum, páskahretið árið 1963. Eftir það óveður áttu margar fjölskyldur um sárt að binda. Tölur sýna að á árabilinu 1971-1980 fórust 203 íslenskir sjómenn en á næsta áratug fækkaði dauðsföllunum niður í 116 og urðu þau 63 á árabilinu 1991-2000. Á tímabilinu 2001-2010 fórst 21 sjómaður við landið. Þróunin er mikið fagnaðarefni og þökk sé þeim sem starfa öt- ullega að því að bæta í hvívetna öryggi sjómanna. Eitt slys er einu slysi of mikið en eins og við höfum verið minnt á að undanförnu eru veður- guðirnir máttugir sem fyrr. Sjósókn við landið verður aldrei 100% öruggt starf þó margt hafi breyst frá fyrri tíð í öryggismálum. Því er minnt á þennan þátt hér að eitt af því sem rís hvað hæst í heildarmynd sjávarútvegsins við árslok 2014 er sú staðreynd að komin er nokkur hreyfing á endurnýjun skipastólsins og er ekki vanþörf á. Ný skip eru ekki aðeins spurning um hagkvæmni í rekstri og bætta afla- meðferð; þau eru líka betri vinnustaðir fyrir sjómenn. Og líka öruggari vinnustaðir. Það eru þannig fjölmargir þættir sem búa að baki þeim tveimur orðum sem algengast er að notuð séu um þessa þróun; þ.e. „aukin fjárfesting.“ Hún er eftirsóknarverð, ekki vegna þess að tilfinn- anlega þurfi að koma hagnaði í lóg eða skuldsetja útgerðarfyrirtækin, heldur vegna þess að fjárfesting er merki um framþróun. Það að eitt- hvað sé gert betur en í dag og skili sem bestum árangri til framfara. Sjávarútveginn einkennir líka nú um stundir aukin nýting hráefnis úr hafinu við landið. Gangi villtustu draumar margra eftir hvað þetta varðar geta stærðargráður ávinningsins orðið slíkar að fæstum hefði órað fyrir þeim. Ef það er eitthvað sem okkur ætti að hafa lærst á und- anförnum árum þá er það að útiloka ekki að þetta gangi eftir. Með hreinleika auðlindarinnar að vopni, öfluga fiskistofna og margt van- nýtt hráefnið í sjónum, rannsóknir, þekkingu og síðast ekki síst viljann til að reyna eitthvað nýtt þá geta okkur orðið ýmsir vegir færir inn í framtíðina. Árið 2014 var um margt mjög gott fyrir íslenskan sjávarútveg. Vissulega brást loðnuveiði en af reynslu undangenginna áratuga er það meiri frétt að loðnan sé stöðug ár eftir ár en að hún bregðist eitt og eitt ár. Við höfum hins vegar sterkan þorskstofn og margt annað jákvætt í þróun fiskistofnanna. Líkt og áður höfum við fyrsta og síð- asta orðið um hversu vel við spilum úr því sem okkur er fært úr spila- bunkanum frá náttúrunnar hendi í sjávarútvegi; við getum bæði skemmt fyrir okkur með óvarlegum ákvörðunum en við erum hins vegar líklegri til að halda áfram á framfarabraut. Ritstjórn Ægis óskar lesendum og viðskiptavinum gleðilegs sjávar- útvegsárs 2015 með þökk fyrir árið sem er að líða. Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar Við lok sjávarútvegs- ársins 2014 Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5100 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 Forsíðumynd: Dalvíkurhöfn / Friðrik Vilhelmsson ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.