Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 27

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 27
27 um og regluverki. Skip og bún- aður þeirra urðu betri og öruggari en áður og viðhorf til öryggismála breyttust mjög í samfélaginu. Árið 2008 markaði tímamót í Íslandssögunni. Þá lét enginn Íslendingur lífið til sjós, sem aldrei hafði áður gerst á heilu ári. Umskiptin voru mikil því á aðeins einni öld höfðu alls um 4.000 sjómenn farist við Ísland. Slíkar tölur um mannfall heyrast bara í styrjöldum og stórfelld- um náttúruhamförum á heims- vísu og eru raunar varla skiljan- legar núna.“ Talstöðin veitti takmarkað öryggi Haukur segir að þetta stóra samhengi sjóslysanna 1963 hafi skýrst mjög fyrir sér þegar út í kvikmyndagerðina var komið og haft áhrif á stefnuna sem verkið tók. Svo sökkti hann sér niður í ýmsa þætti sem tengd- ust slysunum beint eða óbeint og sumu verður gerð skil í heimildarmyndinni. „Við höfum til dæmis varið tíma, orku og fjármunum í að taka saman efni sem tengist loftskeytamálum til sjós. Ég var ekki einn um að halda að tal- stöðvar í vélbátum teldust til býsna áreiðanlegra öryggis- tækja en svo reyndist svo ekki vera. Talstöð var í raun fjögur tengd tæki sem hvorki var ein- falt né öruggt að nota. Að stilla talstöð með stirðum sjómanns- höndum í kulda og vosbúð var ekki auðvelt. Oft þurfti ekki meira en litla skvettu á loftnet til að samband rofnaði við bát- inn og þá var ekki hægt að láta vita af sér. Svona búnaður var algengur á bátaflotanum alveg til 1966 og 1967.“ Mikið púður fer í peningaharkið Haukur Sigvaldason smíðar inn- réttingar í fullu starfi en notar frítíma sinn til að safna upplýs- ingum og myndefni af ýmsu tagi og taka upp viðtöl fyrir heimildamyndina víða um land. Á honum hefur líka mætt mest að safna fjármunum til að halda verkinu gangandi og reyna að ljúka því á árinu 2015. Kvikmyndagerðin kostar drjúgan skilding og aðstand- endur heimildarmyndarinnar hafa ekki úr þeim fjármunum að spila sem duga. Þeir verða að reiða sig á stuðning félaga, Í minningu fórnarlamba páskahretsins mikla 1963 Sjómannadagurinn á Dalvík um það til 1964. Kappróður og annað tilheyrandi dagskrárefni. Bílar og bátar eru tímanna tákn! Ljósmynd: Sigurður Demetz Franzson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.