Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.2014, Side 27

Ægir - 01.10.2014, Side 27
27 um og regluverki. Skip og bún- aður þeirra urðu betri og öruggari en áður og viðhorf til öryggismála breyttust mjög í samfélaginu. Árið 2008 markaði tímamót í Íslandssögunni. Þá lét enginn Íslendingur lífið til sjós, sem aldrei hafði áður gerst á heilu ári. Umskiptin voru mikil því á aðeins einni öld höfðu alls um 4.000 sjómenn farist við Ísland. Slíkar tölur um mannfall heyrast bara í styrjöldum og stórfelld- um náttúruhamförum á heims- vísu og eru raunar varla skiljan- legar núna.“ Talstöðin veitti takmarkað öryggi Haukur segir að þetta stóra samhengi sjóslysanna 1963 hafi skýrst mjög fyrir sér þegar út í kvikmyndagerðina var komið og haft áhrif á stefnuna sem verkið tók. Svo sökkti hann sér niður í ýmsa þætti sem tengd- ust slysunum beint eða óbeint og sumu verður gerð skil í heimildarmyndinni. „Við höfum til dæmis varið tíma, orku og fjármunum í að taka saman efni sem tengist loftskeytamálum til sjós. Ég var ekki einn um að halda að tal- stöðvar í vélbátum teldust til býsna áreiðanlegra öryggis- tækja en svo reyndist svo ekki vera. Talstöð var í raun fjögur tengd tæki sem hvorki var ein- falt né öruggt að nota. Að stilla talstöð með stirðum sjómanns- höndum í kulda og vosbúð var ekki auðvelt. Oft þurfti ekki meira en litla skvettu á loftnet til að samband rofnaði við bát- inn og þá var ekki hægt að láta vita af sér. Svona búnaður var algengur á bátaflotanum alveg til 1966 og 1967.“ Mikið púður fer í peningaharkið Haukur Sigvaldason smíðar inn- réttingar í fullu starfi en notar frítíma sinn til að safna upplýs- ingum og myndefni af ýmsu tagi og taka upp viðtöl fyrir heimildamyndina víða um land. Á honum hefur líka mætt mest að safna fjármunum til að halda verkinu gangandi og reyna að ljúka því á árinu 2015. Kvikmyndagerðin kostar drjúgan skilding og aðstand- endur heimildarmyndarinnar hafa ekki úr þeim fjármunum að spila sem duga. Þeir verða að reiða sig á stuðning félaga, Í minningu fórnarlamba páskahretsins mikla 1963 Sjómannadagurinn á Dalvík um það til 1964. Kappróður og annað tilheyrandi dagskrárefni. Bílar og bátar eru tímanna tákn! Ljósmynd: Sigurður Demetz Franzson

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.