Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 16

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 16
16 „Þátttaka í þessu verkefni skiptir okkur verulega miklu máli. Það er alveg ljóst að við hefðum aldrei getað farið af stað í sambærilegt verkefni einir. Við erum nú þegar byrjað- ir að þróa vörur í tengslum við verkefnið með innlandsmark- aðinn í huga og einnig mögu- legan útflutning,“ segir Grímur Þór Gíslason hjá Grími kokki ehf. í Vestmannaeyjum, einum af þátttakendum í Evrópuverk- efninu EnRichMar sem Matís stýrir. Kolbrún Sveinsdóttir er verkefnisstjóri. EnRichMar hófst í janúar á þessu ári og því lýkur að ári liðnu. Heildarkostnaður við verkefnið er um 2 milljónir evra eða röskar 300 milljónir króna. Þar af er það styrkt um 1,5 millj- ónir evra eða um 230 milljónir króna og koma þeir fjármunir frá 7. rammaáætlun ESB. Þriðj- ungur styrkupphæðarinnar kemur til Íslands. Framhald á samstarfi Matís og Gríms kokks ehf. Sem fyrr segir stýrir Matís verk- efninu og hér á landi eru sam- starfsaðilar annars vegar Grím- ur kokkur ehf., sem framleiðir tilbúna sjávarrétti, og Marinox í Reykjavík sem framleiðir lífvirk efni úr sjávarþörungum. Meginmarkmið með En- RichMar er að auka virði verðlít- illa aukaafurða og vannýttra hráefna úr hafinu sem hafa líf- virkni og bæta þeim í matvörur og um leið að auka næringar- gildi og virði matvaranna. Horft er til þess í verkefninu að þróa sjávarrétti, mjólkur- og korn- vörur auðgaðar með ómega-3 og rannsaka neyslu þeirra á geð- og heilastarfsemi. Einnig að þróa vörur auðgaðar með þörungum og rannsaka áhrif neyslu þeirra á bólgu- og oxun- arálag sem og sykursýki. Forveri þessa verkefnis má segja að hafi verið samstarf Matís og Gríms kokks ehf. frá 2008 sem hafði það að mark- miði að þróa vörur sem bættar voru lífefnum úr íslensku sjávar- fangi eins og þörungum, fiskpróteinum og ómega-3 fitu- sýrum. Það verkefni var í fyrstu styrkt af AVS-rannsóknasjóði í sjávarútvegi og á síðari stigum bættust við styrkir úr öðrum norrænum sjóðnum. Auk hérlendu þriggja þátt- takendanna í EnRichMar taka þátt í verkefninu matvælafyrir- tækin Ruislandia í Finnlandi og Den Eelder í Hollandi. Einnig tekur BioActive Foods í Noregi þátt í verkefninu en það fram- Grímur kokkur ehf. er einn þátttakenda í Evrópuverkefninu EnRichMar: „Skiptir okkur veru- lega miklu máli“ Þátttakendur í EnRichMar á fundi í Hollandi í maí sl. V öru þ róu n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.