Ægir - 01.10.2014, Page 16
16
„Þátttaka í þessu verkefni
skiptir okkur verulega miklu
máli. Það er alveg ljóst að við
hefðum aldrei getað farið af
stað í sambærilegt verkefni
einir. Við erum nú þegar byrjað-
ir að þróa vörur í tengslum við
verkefnið með innlandsmark-
aðinn í huga og einnig mögu-
legan útflutning,“ segir Grímur
Þór Gíslason hjá Grími kokki
ehf. í Vestmannaeyjum, einum
af þátttakendum í Evrópuverk-
efninu EnRichMar sem Matís
stýrir. Kolbrún Sveinsdóttir er
verkefnisstjóri.
EnRichMar hófst í janúar á
þessu ári og því lýkur að ári
liðnu. Heildarkostnaður við
verkefnið er um 2 milljónir evra
eða röskar 300 milljónir króna.
Þar af er það styrkt um 1,5 millj-
ónir evra eða um 230 milljónir
króna og koma þeir fjármunir
frá 7. rammaáætlun ESB. Þriðj-
ungur styrkupphæðarinnar
kemur til Íslands.
Framhald á samstarfi Matís og
Gríms kokks ehf.
Sem fyrr segir stýrir Matís verk-
efninu og hér á landi eru sam-
starfsaðilar annars vegar Grím-
ur kokkur ehf., sem framleiðir
tilbúna sjávarrétti, og Marinox í
Reykjavík sem framleiðir lífvirk
efni úr sjávarþörungum.
Meginmarkmið með En-
RichMar er að auka virði verðlít-
illa aukaafurða og vannýttra
hráefna úr hafinu sem hafa líf-
virkni og bæta þeim í matvörur
og um leið að auka næringar-
gildi og virði matvaranna. Horft
er til þess í verkefninu að þróa
sjávarrétti, mjólkur- og korn-
vörur auðgaðar með ómega-3
og rannsaka neyslu þeirra á
geð- og heilastarfsemi. Einnig
að þróa vörur auðgaðar með
þörungum og rannsaka áhrif
neyslu þeirra á bólgu- og oxun-
arálag sem og sykursýki.
Forveri þessa verkefnis má
segja að hafi verið samstarf
Matís og Gríms kokks ehf. frá
2008 sem hafði það að mark-
miði að þróa vörur sem bættar
voru lífefnum úr íslensku sjávar-
fangi eins og þörungum,
fiskpróteinum og ómega-3 fitu-
sýrum. Það verkefni var í fyrstu
styrkt af AVS-rannsóknasjóði í
sjávarútvegi og á síðari stigum
bættust við styrkir úr öðrum
norrænum sjóðnum.
Auk hérlendu þriggja þátt-
takendanna í EnRichMar taka
þátt í verkefninu matvælafyrir-
tækin Ruislandia í Finnlandi og
Den Eelder í Hollandi. Einnig
tekur BioActive Foods í Noregi
þátt í verkefninu en það fram-
Grímur kokkur ehf. er einn þátttakenda í Evrópuverkefninu EnRichMar:
„Skiptir okkur veru-
lega miklu máli“
Þátttakendur í EnRichMar á fundi í Hollandi í maí sl.
V
öru
þ
róu
n