Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 29

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 29
29 Haukur Sigvaldason sýnir Bergljótu móður sinni minningarkransinn sem varpað var í sjóinn á Eyjafirði þegar rétt 50 ár voru liðin frá sjóslysunum miklu, 9. apríl 2013. Fimm menn fórust með Súlunni Súlan frá Akureyri fórst norð- vestur af Garðskaga í páska- hretinu 1963, 10. apríl. Fimm sjómenn fórust með skipinu en sex komust af. Í Morgunblaðinu 11. apríl er birt samantekt um atburðarrásina, byggð á frá- sögn Ingólfs Sigurðssonar skip- stjóra, sem var einn þeirra sem björguðust: „Samkvæmt frásögn hans fórst skipið kl. 2:30 í mjög slæmu veðri, hvassviðri og 10 stiga frosti. Skipstjórinn var staddur í brúnni ásamt tveimur hásetum. Hinir voru frammi í lúkar og vél. Skyndilega reið hnútur yfir skipið á stjórnborðshlið og færði það í kaf í sjó. Gekk sjór- inn yfir allt skipið, sem lagðist á hliðina. Skipstjóranum og há- setum í brúnni tókst að komast út, en brúin var um það bil lá- rétt og hálffull af sjó. Enginn tími var til að senda neyðarkall í talstöðinni. Ekki mátti tæpara standa Á skipinu voru tveir gúmmíbát- ar, annar á stýrishúsi en hinn aftur á bátadekki. Báðir bátarnir slitnuðu upp. Skipstjórinn og þeir skipverjar sem björguðust stukku í sjóinn og svömluðu umhverfis þann bátinn, sem var á stýrishúsinu, en hann var óuppblásinn. Tókst þeim að komast um borð eftir skamma stund og álíta að ekki hafi mátt tæpara standa í þessum fimbul- kulda sem í sjónum var. Á gúmmíbátnum var tjald- himinn opinn á tveimur stöð- um og næddi þar ískaldur gust- ur í gegn. Ennfremur var bátur- inn hálffullur af sjó og urðu þeir sem í hann komust að hefja austur. Skutu þeir upp hand- blysi með rauðu ljósi sem Njarðvíkurbáturinn Sigurfari GK 410 varð var við, er hann var um tveggja tíma siglingu frá slysstaðnum. Telur skipstjórinn á Súlunni að þeir skipverjar sem fórustu muni ekki hafa komist í gúmmí- björgunarbátinn á bátadekkinu. Þrír þeirra, sem fórust, voru í lúkarnum frammi í, en hinir tveir munu hafa komist að brúnni. Skipbrotsmenn á gúmmíbjörgungarbátnum sáu aldrei til hins bátsins sam var á floti skammt frá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.