Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2014, Síða 29

Ægir - 01.10.2014, Síða 29
29 Haukur Sigvaldason sýnir Bergljótu móður sinni minningarkransinn sem varpað var í sjóinn á Eyjafirði þegar rétt 50 ár voru liðin frá sjóslysunum miklu, 9. apríl 2013. Fimm menn fórust með Súlunni Súlan frá Akureyri fórst norð- vestur af Garðskaga í páska- hretinu 1963, 10. apríl. Fimm sjómenn fórust með skipinu en sex komust af. Í Morgunblaðinu 11. apríl er birt samantekt um atburðarrásina, byggð á frá- sögn Ingólfs Sigurðssonar skip- stjóra, sem var einn þeirra sem björguðust: „Samkvæmt frásögn hans fórst skipið kl. 2:30 í mjög slæmu veðri, hvassviðri og 10 stiga frosti. Skipstjórinn var staddur í brúnni ásamt tveimur hásetum. Hinir voru frammi í lúkar og vél. Skyndilega reið hnútur yfir skipið á stjórnborðshlið og færði það í kaf í sjó. Gekk sjór- inn yfir allt skipið, sem lagðist á hliðina. Skipstjóranum og há- setum í brúnni tókst að komast út, en brúin var um það bil lá- rétt og hálffull af sjó. Enginn tími var til að senda neyðarkall í talstöðinni. Ekki mátti tæpara standa Á skipinu voru tveir gúmmíbát- ar, annar á stýrishúsi en hinn aftur á bátadekki. Báðir bátarnir slitnuðu upp. Skipstjórinn og þeir skipverjar sem björguðust stukku í sjóinn og svömluðu umhverfis þann bátinn, sem var á stýrishúsinu, en hann var óuppblásinn. Tókst þeim að komast um borð eftir skamma stund og álíta að ekki hafi mátt tæpara standa í þessum fimbul- kulda sem í sjónum var. Á gúmmíbátnum var tjald- himinn opinn á tveimur stöð- um og næddi þar ískaldur gust- ur í gegn. Ennfremur var bátur- inn hálffullur af sjó og urðu þeir sem í hann komust að hefja austur. Skutu þeir upp hand- blysi með rauðu ljósi sem Njarðvíkurbáturinn Sigurfari GK 410 varð var við, er hann var um tveggja tíma siglingu frá slysstaðnum. Telur skipstjórinn á Súlunni að þeir skipverjar sem fórustu muni ekki hafa komist í gúmmí- björgunarbátinn á bátadekkinu. Þrír þeirra, sem fórust, voru í lúkarnum frammi í, en hinir tveir munu hafa komist að brúnni. Skipbrotsmenn á gúmmíbjörgungarbátnum sáu aldrei til hins bátsins sam var á floti skammt frá.“

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.