Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 20

Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 20
hægt að segja að hann láti mikið á aldrinum bera. Árni segist aldrei hafa tekið saman töl- ur um afla bátsins á þessum fjórum áratug- um „en það er ekki langt frá lagi að reikna með 250 tonnum að meðaltali á ári,“ segir hann og það gera 10 þúsund tonn. Lengstum hefur Níels Jónsson verið á netaveiðum, fyrst og fremst í mynni Eyja- fjarðar en nokkur ár var þó róið frá Kópa- skeri og eina vertíð á Breiðafirði. „Fyrsti vísir- inn að ferðaþjónustunni var árið 1989 þegar feður okkar fóru fyrst með fólk sem var í gistingu á vegum Sveins Jónssonar í Ytri-Vík í sjóstangveiði en fyrstu hvalaskoðunarferð- ina fórum við árið 1993. Allar götur síðan hefur útgerðin verið með þessum hætti hjá okkur; hvalaskoðun og sjóstöng á sumrin en fiskveiðar á veturna. Á hverju ár höfum við, ef svo má segja, klætt bátinn í sparifötin,“ segir Árni en fyrir einu ári keypti fyrirtækið frambyggðan stálbát frá Stykkishólmi, Sand- vík EA-200 en á honum hafa þeir frændur róið á snurvöð. Engu að síður segir Árni ekki ólíklegt að þeir muni róa líkt og áður á Níelsi Jónssyni með net eftir áramótin. Fáir höfðu trú á hvalaskoðun En hvað þótti mönnum um það fyrir um aldarfjórðungi að fara að róa með ferða- menn til að horfa á hvali? „Það fannst mörgum þetta alveg út í hött og okkur eiginlega líka! Þetta var líka miklu erfiðara í hvalaskoðuninni í þá daga. Það sáust bara hrefnur, höfrungar og hnýs- ur en svo fór hnúfubakurinn að sýna sig. Fyrst sást hann bara í fáeinum ferðum yfir sumarið en varð síðan svo algeng sjón að sumarið 2011 sáum við hnúfubak í hverri einustu ferð. Hvalamynstrið hefur breyst gríðarlega síðustu ár við landið og alveg sérstaklega hvað varðar hnúfubakinn. Bæði hefur honum stórfjölgað en þess utan hefur hann líka fært sig til og virðist halda sig mest hér á norðurslóðunum. Af því njótum við góðs því það er mikið sjónarspil fyrir ferðamennina að sjá hnúfubak og miklu meiri upplifun en að sjá bara hrefnur og höfrunga,“ segir Árni sem siglir með þús- undir ferðamanna yfir sumartímann, að lang stærstum hluta erlenda ferðamenn. Hvalaskoðunarfyrirtæki eru nú starfrækt á Hauganesi, Dalvík og á Akureyri og sigldu þau með um 20 þúsund farþega í ár. Eftir- spurnin virðist fara stöðugt vaxandi og Netaveiði á Níelsi Jónssyni. Um borð eru þeir frændur og afkomendur stofnandans, Gunnars Níelssonar frá Birnunesi; bræðurnir Árni og Halldór Halldórssynir og frændi þeirra Garðar Níelsson. Mynd: Sigurður Æegisson Veiðiskapur á hug Árna allan, hvort heldur er á sjónum eða í landi. Hann stundar skot- og stang- veiðar og hefur farið víða um heim til að stunda sportið, meðal annars til Afríku. Hér er hann við kúdú-dýr sem hann veiddi í þeirri ferð. Gleðileggámajól Þjónusta við sjávarútveginn Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 Starfsfólk Stólpa Gáma sendir lesendum Ægis jóla- og áramótakveðjur!  Seljum og leigjum frystigáma, gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum.  Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. stolpigamar.is Frystigámar Sala og leiga / 10, 20 og 40 ft. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.