Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 188
184
Stjórnendur fyrirtækja eru ávallt að
skoða leiðir til að bæta reksturinn og ná
fram betra skipulagi. Hvort sem það
felst í að auka markaðshlutdeild, minnka
rekstrarkostnað, lágmarka áhættu, ná
fram meiri gæðum eða auka ánægju
viðskiptavina er vert að horfa til ISO
9001 og Lean til að ná árangri.
Gott gæðastjórnunarkerfi með
straumlínustjórnun (e. lean manage-
ment) gefur þann ramma sem þarf til að
bæta starfsemina á hverjum þeim þátt-
um sem óskað er eftir í fyrirtækjarekstri.
Straumlínustjórnun hefur náð mikilli út-
breiðslu hjá fyrirtækjum um allan heim.
Einnig má benda á ISO 9001, sem er eitt
stærsta og árangursríkasta gæðakerfi í
heiminum í dag.
Stjórnkerfin ISO 9001 og straumlínu-
stjórnun vinna sameiginlega á
ferlastjórnun og á aðgerðum starfs-
manna til að skapa virði fyrir viðskipta-
vininn. Sameiginlega skapa kerfin skil-
virkara framleiðslu- og þjónustuferli með
meiri gæðum og styrkja þar af leiðandi
rekstrar- og markaðsstöðu fyrirtækisins.
Það skilar svo viðskiptavininum ná-
kvæmlega því sem hann vill fá; á réttum
tíma, í réttri röð, í réttu magni, án frávika
og með minnstum mögulegum tilkostn-
aði. Eitt af lykilatriðum í öllu þessu ferli
er viðskiptavinurinn, sem er forsenda
fyrir tilveru fyrirtækisins.
Straumlínustjórnun gengur út á að
láta allar virðisskapandi aðgerðir flæða.
Þegar stöðugu flæði er náð ganga öll
viðskiptaferli fljótar fyrir sig. Ávinningur,
til að mynda af straumlínustjórnun, er að
framleiðni getur tvöfaldast, algengt er
um 25%, afhendingaröryggi vöru og
þjónustu að 99%, aukin sala (gegnum-
streymi)10-50% , aukin arðsemi 10-25%
og fækkun vinnuslysa um 50% og svo
mætti lengi telja. Þessi árangur er mikill,
en þekking þeirra sem vinna með að-
ferðafræðina innan fyrirtækisins skiptir
þarna megin máli. Allar aðgerðir í fyrir-
tækinu sem skapa ekki virði þarf að fjar-
lægja.
ISO 9001 er arðvænleg fjárfesting
fyrir fyrirtæki sem veitir þeim forskot á
markaðnum umfram önnur. Það er ekki
tilviljun að yfir 750 milljón fyrirtækja í 161
landi hafa innleitt þetta gæðastjórnunar-
kerfi með góðum árangri. Þau fyrirtæki
sem eru komin með innbyggt gæða-
kerfi í sinni starfsemi nálgast markmið
fyrirtækisins á kerfisbundnari hátt. Auk
þess sem heildarmynd fyrirtækisins og
stjórnskipulag verður skýrari fyrir
eigendur og stjórnendur, þá er einnig
meiri yfirsýn yfir alla starfsemina. Allt
skipulag, verklag og skjalfesting í fyrir-
tækinu er notað til að uppfylla gæða-
markmið til umbóta á vöru og þjónustu
þannig að kröfur viðskiptavina séu hafð-
ar í öndvegi.
Sameiginlega eiga stjórnkerfin er-
indi til allra þeirra fyrirtækja sem vilja
gera betur með því að eyða sóun, auka
sveigjanleika, uppfylla þarfir viðskipta-
vina og efla virðissköpun. Hvort sem fyr-
irtækin eru stór eða smá, í þjónustu eða
framleiðslu þá eiga þessar aðferðir við
hver svo sem starfsemin er; í sjávarút-
vegi, landbúnaði, stofnunum, vélaverk-
stæði, hótelrekstri, verslunarrekstri,
bændagistingu svo eitthvað sé nefnt.
Þegar ferlarnir hafa verið einfaldaðir og
starfsmenn virkjaðir, öðlast starfsmenn
meiri ábyrgð, fá aukið hlutverk og meiri
skilning á því sem skiptir máli og starfsá-
nægja eykst.
Við erum ekki ein í heiminum,
samkeppni á markaði eykst sífellt og rík-
ari krafa er gerð til fyrirtækja um að þau
uppfylli ákveðin skilyrði vegna gæða,
öryggis, umhverfis og samfélagslegar
ábyrgðar. Í umbótastarfi hvers fyrirtækis
er mikilvægt að bæta stjórnkerfin. Allir
sem vilja losa það fjármagn sem bundið
er í sóun, ættu að geta nýtt sér aðferða-
fræði Lean og ISO 9001 til að að gera
betur og ná árangri.
PDCA ráðgjafar
Símar 896 1135 og 899 8947
pdca@pdca.is
pdca.is
Framúrskarandi
árangur með Lean
og ISO 9001
Kristín Þórarinsdóttir og Steingerður Þorgilsdóttir, eru ráðgjafar í ISO gæðastöðlum og
straumlínustjórnun hjá PDCA ráðgjöfum.