Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. María Guðmundsdóttir, ljósmyndari og fyrrverandi fegurðardrottning og fyrirsæta, valdi afskekktan stað fyrir nýjustu kvikmynd sína en kvikmynd hennar Ferðin heim – smásögur úr Ár- neshreppi á Ströndum var tekin á fjórum árum í Árnes- hreppi. Myndin verður frumsýnd í kvöld. María vann myndina ásamt Vigdísi Gríms- dóttur, rithöfundi, sem sá um að taka flest viðtölin í myndinni og Önnu Dís Ólafsdóttur sem er hand- ritshöfundur myndarinnar. Anna Dís segir myndina samsetta úr stuttum, aðskildum smásögum. Við- fangsefni hverrar sögu eru marg- vísleg hugðarefni ábúenda hrepps- ins en sem dæmi nefnir hún álagabletti, huldufólk, æðardún og samgönguvanda. Í myndinni leiðir María áhorf- endur inn í daglegt líf og störf fólks- ins í hreppnum en Árneshreppur er Maríu einstaklega hugleikinn. Hún er alin upp í Árneshreppi og segist hafa sterkar taugar til hreppsins. „Ég reyni að heimsækja Árnes- hrepp allavega einu sinni á ári,“ segir María. Myndin verður frumsýnd í félags- heimili Árneshreppsbúa í Árnes- hreppi á Ströndum klukkan 20.00 í kvöld. Síðar verður hún sýnd í Reykjavík en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir. Myndin hlaut styrk frá Kvikmyndamiðstöð Ís- lands en hún er framleidd af Bláus Art og Profilm. brynjadogg@mbl.is Fegurðardrottning segir sögur  Kvikmynd Maríu Guðmundsdóttur um æskuslóðirnar verður frumsýnd í Árneshreppi í kvöld  Smásögur um álagabletti, huldufólk, æðardún og samgönguvanda  Kvikmynduð á fjórum árum Árneshreppur Mynd Maríu, Ferðin heim – smásögur úr Árneshreppi á Ströndum, fjallar meðal annars um álaga- bletti, huldufólk, æðardún og samgönguvanda ábúenda. Myndin verður frumsýnd í kvöld í Árneshreppi. María Guðmundsdóttir Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Viðmótið var bara mjög gott, við höfum ekki séð neitt til verkfalls- brota. Við erum með verkfallsverði sem hafa verið að keyra um, á Siglu- firði, Ólafsfirði, Grenivík, Dalvík, Akureyri og Hrísey, sem hafa verið að fylgjast með en allt hefur verið rólegt,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins og Einingar-Iðju, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagði að svo virtist sem flestir væru jákvæðir gagnvart stöðunni og pöss- uðu sig að fremja ekki verkfallsbrot. „Það voru lítilsháttar uppákomur og smá misskilningur en okkur var allt- af tekið vel. Atvinnurekendur hafa líka viljað passa sig og vilja ekki standa í neinu veseni. Hvorum meg- in sem menn eru við borðið, þá skilja menn að við neyðumst til þess að fara í þessar aðgerðir því ekki er vilji til þess að semja við okkur,“ segir Björn. Alls náði verkfallið í gær til um 10 þúsund manns og 2.000 vinnustaða úr fjölda starfs- greina. Stóð verkfallið frá 12 á há- degi til miðnættis. Næsta verkfalls- lota Starfsgreinasambandsins hefst að öllu óbreyttu þann 6. maí og stendur í tvo sólarhringa. Fleiri tímabundnar vinnustöðvanir verða í maí áður en ótímabundin vinnu- stöðvun er boðuð þann 26. maí. „Hluti af félagsmönnum okkar er í veitingageiranum og vinnur á kvöld- in þannig að mörgum stöðum var lokað um kvöldið.“ Einstaka tilvik Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, for- maður Afls starfsgreinafélags á Austurlandi, tók í sama streng og Björn. „Það er góður hugur í fólki. Við erum auðvitað með starfsmenn á mjög stóru svæði en hér á Höfn, þar sem ég er, fórum við um á vinnustaði. Með einstaka undan- tekningum mættum við afar góðu viðmóti á vinnustöðunum,“ sagði Hjördís í gærkvöldi. Lítilsháttar uppákomur  Verkalýðsfélögin segjast mæta skilningi beggja vegna borðsins  Næsta verk- fallslota hefst að öllu óbreyttu 6. maí  Segir flesta atvinnurekendur vera varkára Verkalýðsleiðtogar Hjördís leiðir Afl og Björn leiðir Einingu-Iðju Allir sextán starfsmenn Kjöt- vinnslunnar og sláturhússins Fjallalambs hf á Kópaskeri lögðu niður störf klukkan 12 á há- degi í gær og mæta ekki aftur fyrr en á mánudaginn. „Þetta hefur auðvitað þau áhrif að ég kem eng- um vörum frá mér í dag. Það mun- ar um það,“ sagði Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs, í samtali við mbl.is í gær. Spurður hvort hann hefði áhyggjur af starfseminni í næstu viku, þegar aðgerðirnar standa yfir í tvo daga, svaraði Björn því ját- andi. „Það verður náttúrlega erf- iðara þá. Við erum í þannig stöðu að vörur sem við sendum frá okkur á daginn eru venjulega komnar til Reykjavíkur að nóttu til. Þannig náum við ekki að senda frá okkur á þriðjudaginn því verkfallið byrjar á miðnætti á miðvikudegi. Það fer allt úr skorðum.“ Einn dagur sleppur Björn sagði að yfirmenn kjöt- vinnslufyrirtækja og sláturhúsa á Norðurlandi deildu áhyggjum hans af ástandinu. „Maður getur reddað sér þegar þetta eru bara einn eða tveir dagar. En þegar þetta er meira verður það mjög erfitt.“ audura@mbl.is „Það fer allt úr skorðum“  Yfirmenn slátur- húsa hafa áhyggjur Þórunn Guðmundsdóttir hæstarétt- arlögmaður var kjörin formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands á fundi ráðsins í gær. Jón Helgi Eg- ilsson, varaformaður ráðsins, hefur sinnt formannsembættinu frá því að Ólöf Nordal hætti í ráðinu í desem- ber síðastliðnum. Þórunn var kjörin í bankaráð af Alþingi í mars á þessu ári og var fundurinn í gær fyrsti bankaráðsfundur hennar. Mun Jón Helgi taka aftur við sem varafor- maður. Þórunn leið- ir bankaráð Baráttufundir verða haldnir víða um land í dag á degi verkalýðsins, 1. maí. Dagurinn lendir í skugga átaka á vinnumarkaði með yfirstandandi og yfirvofandi verkföllum. Þessir kappar sem voru að störfum við Hringbraut nutu síðasta vinnudagsins fyrir frídag í blíðviðrinu í gær. Vinnandi fólk leggur niður störf á degi verkalýðsins Morgunblaðið/Golli Barátta á tímum verkfalla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.