Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 9. maí Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar og sniðugar lausnir fyrir heimilin. Skoðuð verða húsgögn og hönnun fyrir stofu, hjónaherbergi, barnaherbergi og innréttingar bæði í eldhús og bað. SÉRBLAÐ HEIMILI & HÖNNUN –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Anna María Benediktsdóttir Sími: 569 1390 maja@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 5.maí. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á                                     !  " "!! !" #$!%  "  #$ $"# ! &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  $  !  $#$ "%  !$" #!$ "#  "" $$# %     $" "%% ! #$ ""  % $ %!   ! Heildarhagnaður TM á fyrsta árs- fjórðungi ársins nam 72 milljónum króna og dróst saman um tæp 90%. Hagnaður á sama tíma í fyrra nam 700 milljónum króna. Fjárfestinga- tekjur jukust milli ára og voru 872 milljónir í stað 758 milljóna á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Helstu ástæður þess að mikill samdráttur verður á hagnaði er sú að tjónaþungi var mikill og nam tap af vátryggingastarfsemi 542 millj- ónum króna en í fyrra var hagnaður á sömu starfsemi upp á 72 milljónir. Eigin iðgjöld jukust um 11% milli ára og eigin tjón hækkuðu um 55% yfir sama tímabil. Hið háa tjóna- hlutfall verður þess valdandi að samsett hlutfall hjá félaginu á fyrstu þremur mánuðum er 126% en á sama tíma í fyrra tókst að halda því í 99%. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að hækkun innlendra og er- lendra hlutabréfa sé helsta ástæða þess að fjárfestingatekjur félagsins jukust milli ára en að afkoma af skuldabréfum hafi hins vegar verið undir væntingum og er það sagt skýrast af slakri ávöxtun ríkis- skuldabréfa. Rekstrarkostnaður félagsins hækkaði um 3,2% miðað við sama tímabil í fyrra. Tjónaþunginn mikill Morgunblaðið/Kristinn Uppgjör Sigurður Viðarsson segir veturinn hafa verið tjónaþungan.  Hagnaður TM dregst saman um 90% BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Unn- ur Gunnarsdóttir, neitar að tjá sig um þau mistök sem urðu hjá starfs- manni eftirlitsins og urðu til þess að trúnaðarupplýsingar varðandi fjár- hagslega stöðu Sparisjóðs Norður- lands voru gerðar opinberar. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er nú unnið að sameiginlegri yfirlýs- ingu FME og Seðlabankans vegna mistakanna en stofnanirnar vinna nú að því að varpa frekara ljósi á hvern- ig það gat gerst að Seðlabankinn fékk þær upplýsingar að viðkomandi gögn væru hæf til birtingar þegar trúnaður átti í raun að ríkja um þau. Forsvarsmenn Sparisjóðs Norð- urlands undirbúa nú bréf til beggja stofnananna vegna uppákomunnar að sögn Hólmgeirs Karlssonar stjórnarformanns sjóðsins en hann las um það í fjölmiðlum að Seðla- bankinn hefði birt opinberlega upp- lýsingar um eiginfjárstöðu sjóðsins og heildartap af rekstri hans á síð- asta rekstrarári. Hann hafði eins og aðrir gert ráð fyrir að stjórn spari- sjóðsins gæfist færi á að leggja árs- reikning fram á aðalfundi og kynna fyrir eigendum sjóðsins áður en efni hans yrði gert opinbert. Hvorki FME né Seðlabankinn hafa sett sig í samband við spari- sjóðsstjóra eða stjórnarformann sjóðsins vegna málsins og gert þeim grein fyrir stöðu mála og hvort eða hvernig brugðist verði við af hálfu þeirra í kjölfarið. Eins og fram kom í ViðskiptaMogganum í gær kom birt- ing upplýsinganna illa við forsvars- menn sjóðsins sem vinna nú að því að bæta eiginfjárstöðu hans. Í samtali við blaðið sagði Jónas Mikael Pét- ursson sparisjóðsstjóri að uppákom- an hefði ekki gert sjóðnum auðveld- ara um vik við að vinna að því að efla eiginfjárgrunn sjóðsins. FME neitar að tjá sig um brot gegn trúnaðarskyldu  Von á sameiginlegri yfirlýsingu FME og Seðlabankans á næstu dögum  Sparisjóður Norðurlands kallar eftir svörum Morgunblaðið/Styrmir Kári Eftirlit Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur ekki viljað tjá sig í kjölfar þess að starfsmaður eftirlitsins brást trúnaðarskyldu sinni. mbl.is alltaf - allstaðar Hagnaður VÍS á fyrsta fjórðungi þessa árs nam 733 milljónum króna í samanburði við 14 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra. Fjármunatekjur námu 1.113 milljónum króna saman- borið við 171 milljón króna í fyrra. Iðgjöld tímabilsins hækkuðu um 2,6% og voru 3.959 milljónir króna. Framlegð af vátryggingarekstri var neikvæð um 165 milljónir króna. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, for- stjóri, segir í tilkynningu að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé umfram væntingar og skýrist aðal- lega af góðri ávöxtun af fjárfestinga- eignum félagsins á tímabilinu, sem nam 3,2%. „Afkoma félagsins af vá- tryggingastarfsemi var ágæt ef litið er framhjá áhrifum óveðursins 14. mars síðastliðinn. Óveðrið olli tals- verðu tjóni hjá landsmönnum og í lok mars höfðu ríflega 500 tjón verið til- kynnt til félagsins vegna þess og bókfærð tjón komin yfir 240 millj- ónir króna. Þetta er mesta tjón sem orðið hefur í einu óveðri hjá félaginu síðan í febrúar 1991 en í desember 2007 voru þrjú óveður sem ollu til samans svipuðu tjóni. Samsett hlut- fall var 105,2% á tímabilinu og er óveðrið í mars rúm 6% í hlutfallinu.“ Þá segir að áherslur stjórnenda á aukna skilvirkni í rekstri hafi skilað sér í 2,5% lægri rekstrarkostnaði. Hagnaður hjá VÍS  240 milljóna tjón vegna óveðursdags Morgunblaðið/Árni Sæberg VÍS Sigrún Ragna, forstjóri, segir afkomuna vera umfram væntingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.