Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Smiðjuvegi 7 200 Kópavogi Sími: 54 54 300 ispan@ispan.is ispan.is Allt í gleri ÚTI OG INNI M ynd:Josefine Unterhauser Einar Þorsteinn Ás- geirsson, arkitekt, lista- maður og heimspek- ingur, lést í Reykjavík 28. apríl sl., 72 ára að aldri. Einar fæddist í Reykjavík 17. júní árið 1942. Foreldrar hans voru Ásgeir Ólafsson Einarsson dýralæknir og Kirstín Lára Sigur- björnsdóttir kennari. Einar Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MR árið 1962, lauk Dipl.- Ing.-prófi í arkitektúr frá Tækniskóla Hannover í V- Þýskalandi 1969 og stundaði fram- haldsnám og störf á teiknistofunni Warmbronn hjá Frei Otto á árunum 1969 og 1970. Einar Þorsteinn kynnt- ist árið 1964 hugmyndum Richards Buckminster Fuller (Bucky) sem varð mikill áhrifavaldur í störfum Einars alla tíð. Hann vann við tilraunastofu Burð- arforma en vegna sérstakra arkitekt- úrlausna á Íslandi var hann oft nefnd- ur kúluhúsaarkitektinn hér á landi. Hann skrifaði um arkitektúr og fleira fyrir Morgunblaðið á árunum 1970 til 1993 og eftir hann liggja nokkrar bækur. Starfaði með fjölda listamanna erlendis, m.a. Ólafi Elías- syni í Berlín um margra ára skeið, en Ólafur notaði fimm- falda symmetríu Ein- ars Þorsteins við hönn- un á glerhjúp Hörpu. Einar Þorsteinn sinnti margvíslegri hönnun, starfaði í Þýskalandi í rúm 20 ár og hélt nokkrar sýn- ingar í Evrópu. Árið 2011 var haldin retró- spektífsýning í Hafn- arborg á starfsferli hans. Þá heimsótti hann öll ríki Bandaríkjanna þegar hann vann við gerð sérstaks arkitekt- úrs á Íslandi, sem af Pétri Ármanns- syni arkitekt var lýst sem „geimald- ar-arkitektúr á Íslandi“. Árið 2006 setti Einar Þorsteinn á fót stofnunina „I am: Stofnun til eflingar hugans“ en hann hafði mikinn áhuga á heimspeki og andans málum. Einnig hafði hann áhuga á geimferðaáætlunum og var í samvinnu við geimferðahönnuði í Boston. Árangurinn var farartækið Scorpion Rover til nota í geimferðir um Mars og tunglið. Einar var þrígiftur og eru börn hans af fyrsta hjónabandi Sif og Rík- harður. Barnabörnin eru þrjú; Auður, Geir og Lára Kristín Ragnarsbörn. Andlát Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt Fjallahjólreiðamenn hjóluðu af stað í sumarið af fullum krafti í gærkvöldi eftir kaldan vetur þeg- ar fyrsta bikarmót ársins í fjalla- hjólreiðum, Morgunblaðshring- urinn, fór fram. Góð þátttaka var á mótinu og endaði Ingvar Ómarsson, fyrsti at- vinnumaðurinn í hjólreiðum á Ís- landi, á að vinna karlaflokkinn og María Ögn Guðmundsdóttir kvennaflokk en þau voru bæði út- nefnd hjólreiðafólk ársins 2014. Fyrir mótinu stóð Hjólreiða- félag Reykjavíkur í samstarfi við Morgunblaðið og fór það fram við Rauðavatn líkt og verið hefur um langt árabil. Brautin var með nokkuð breyttu sniði í ár þar sem aðstöðuleysi hefur lengst af gert framkvæmd mótsins erfiða, að sögn Bjarna Más Gylfasonar í keppnisnefnd mótsins, og því sé hið nýtilkomna samstarf við Morg- unblaðið ákaflega ánægjulegt. Ingvar og María sögðu í samtali við Morgunblaðið eftir mótið að það markaði upphaf keppn- istímabilsins í fjallahjólreiðum í ár en sex mót eru fyrirhuguð í þessum mánuði. Þau segja veturinn vera mjög mikilvægan undirbúningstíma í hjólreiðum og í raun fari meiri tími í æfingar yfir vetrartímann þó svo að meira álag sé á keppn- ishjólreiðamönnum yfir sumarið. Ingvar stefnir að því að keppa á 30 mótum í sumar, á 20 mótum hér á landi og 10 erlendis en hann heldur utan til Þýskalands núna um helgina þar sem hann keppir á mótaröð í fjallahjólreið- um. María býst við því að móta- fjöldinn hennar verði í kringum 20. Þau segja hjólreiðar á Íslandi hafa sótt mikið í sig veðrið á und- anförnum árum, ekki síst á lands- byggðinni. ash@mbl.is Morgunblaðshringurinn markar upphaf keppnistímabilsins í fjallahjólreiðum Hjólreiðar Ingvar Ómarsson, fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í hjólreiðum, vann karlaflokk Morgunblaðshringsins sem fór fram við Rauðavatn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hádegismóaar Hjólreiðamenn komu saman á bílastæðinu við skrifstofur Morgunblaðsins í Hádegismóum. Þaðan var hjólað af stað á keppnisbrautina. Að móti loknu fór verðlaunaafhending fram í sal Morgunblaðsins. Kvennaflokkur Keppt var í þremur flokkum á mótinu, í flokkum karla og í einum flokk kvenna þar sem María Ögn Guðmundsdóttir varð hlutskörpust. Fyrsta bikarmót sumarsins í gær  Rykið dustað af fjallahjólunum  Ingvar Ómarsson sigraði í karlaflokki Bikarmót Mótið markar upphaf sumarsins í fjallahjólreiðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.