Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 ✝ GuðmundurIngvi Gests- son, fyrrverandi logsuðumaður og trélistamaður, fæddist á Ak- ureyri 8. apríl 1941. Hann lést 8. apríl 2015 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hans voru hjónin Hans- ína Jónsdóttir og Gestur Hall- dórsson. Systkini hans voru Klara, f. 1942, d. 1992, Hall- dór, f. 1945, d 2002, Hekla, f. 1947, d. 2009, Sigurður Svan, f. 1952, og hálfbróðir sam- mæðra Sigfús, f. 1960. Guðmundur Ingvi ólst upp á Oddeyri en dvaldi á sumrum í sveit í Syðri-Neslöndum í Mývatnssveit. Þar eignaðist hann uppeldisforeldra, systk- inin Jón og Sig- urveigu sem voru honum nátengd alla tíð. 1962 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Júl- íönu Helgu Tryggvadóttur. Þau eignuðust þrjú börn: Tryggva, f. 1963, d. 1979, Ragn- heiði, f. 1964, d. 1964, og Magnús Hólm, f. 1967, d. 1967. Guðmundur Ingvi og Júl- íana Helga bjuggu lengst af á Akureyri en 1990 fluttu þau til Hafnarfjarðar og bjuggu þar í 18 ár. 2008 fluttust þau svo aftur til Akureyrar. Útför Guðmundar Ingva fór fram frá Akureyrarkirkju 27. apríl 2015. Elskulegur frændi minn er látinn eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Eins og allir vita þá er misjafnt hvað lífið ýmist gefur okkur eða tekur frá okkur, í raun má segja að það sé misjafnt hvernig spil við fáum á hendi. Lífið er oft ein- faldlega ekki sanngjarnt og skammtar okkur allskonar áföll og erfiðleika til að takast á við, en sem betur fer líka gleði og hamingju. Ingvi og Júlíana kona hans eignuðust þrjú börn og þeirra hlutskipti var að fylgja þeim öllum til grafar, nokkuð sem ekkert foreldri ætti að þurfa að gera. Ragnheiður og Magnús létust mjög ung en Tryggvi sonur þeirra lést stuttu fyrir 16 ára afmælið sitt. Ég man ekki eftir þeim 2 yngri en Tryggvi var aðeins ári yngri en ég og því þekktumst við vel og mér þótti mjög vænt um þennan frænda minn. Ingvi og Júlíana áttu langa samleið en aðeins tæpur mánuður var í 53 ára brúðkaupsafmæli þeirra þegar hann lést. Það var kært milli okkar og við heimsóttum þau þegar við fórum norður og oft komu þau við hjá okkur væru þau fyrir sunnan. Meðan þau bjuggu í Hafnarfirði voru heim- sóknir þó tíðari en eftir að þau fóru aftur norður. Síðastliðið sumar stoppuðum við hjá þeim í þrjá daga, vorum með hjól- hýsið okkar þar. Við fórum skemmtilega ferð með þeim inn í Eyjafjörðinn með viðkomu á nokkrum stöðum og fengum mikla fræðslu því bæði þekktu þau Eyjafjörðinn og alla bæi þar. Það er ekki hægt að skrifa kveðjuorð án þess að minnast á hversu mikill hagleiksmaður frændi var. Lengi smíðaði hann mest úr járni, meðal annars marga stóra kertastjaka sem standa á gólfi og taka mörg kerti, borð sem voru settar glerplötur í og allt upp í bíla- kerrur. Á seinni árum fékk hann sér rennibekk og skipti úr járnsmíðinni yfir í mýkra efni og fór að vinna í tré. Hann smíðaði marga fallega gripi, barnahringlur, allskonar skál- ar, nálapúðastatíf með pinnum fyrir tvinnakefli, vörubíla, dúkkuvagna, aska í mörgum stærðum og skar út í þá og svo mætti lengi telja. Við kveðjum frænda, hugs- um til hans með kærleik og hlýju. Ég veit að mamma mín og hin systkini þín, afi og amma og síðast en ekki síst börnin þín hafa tekið vel á móti þér og leiða þig um nýjar sólar- strendur hinum megin. Hvíldu í friði. Ég vil kveðja með sálm- inum/ljóðinu hans Alla afa sem á svo einstaklega vel við þegar að leiðarlokum er komið. Við fákæn leggjum flest af stað í ferð sem einkum snýst um það að leita margs á lífsins braut, þar lán og óhöpp falla í skaut. Sú braut er hvorki bein né slétt, samt bjargast allt sé stefnan rétt , hvar endar hún fæst ekkert val, því ungur má, en gamall skal. Þeim leið til baka engin er sem yfir landamærin fer, en víst ég tel, að vinar hönd þar vísi inn á sólarströnd. (Aðalsteinn Ólafsson) Elsku Júlíana mín, orð megna lítils en við vottum þér okkar innilegustu samúð og biðjum algóðan Guð að styrkja þig og styðja. Elsku Siggi Svan, Fúsi og allir aðrir að- standendur, við vottum ykkur öllum innilegustu samúð. Birna Kristbjörg Björnsdóttir og fjölskylda, Grindavík. Elsku Ingvi minn, ég á margar góðar minningar um þig. Allar heimsóknirnar til ykkar Júllu á Eiðsvallagötuna eru svo eftirminnilegar. Oft gat ég platað þig til að sýna mér gervitennurnar þínar sem mér þóttu ótrúlega spennandi og þegar heimsókninni lauk þá kvaddi ég þig með þessum orð- um „takk fyrir tennurnar Ingvi minn!“ Þú varst minn vinur og stóðst með mér. Þegar ég vildi eignast kött, sem fékk ekki miklar undirtektir heima við, sagðir þú foreldrum mínum hversu gott það væri fyrir börn að alast upp með dýrum. Ein- hvern veginn tókst þér að sann- færa þau því einn daginn birtist þú í dyragættinni með lítinn kettling undir úlpunni. Þú varst mikill listasmiður og bjóst til marga fallega hluti úr járni og við. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fékk fyrsta gripinn, sérsmíðaðan af þér; fallegur stóll sem smellpassaði fyrir mig. Sá var mikið notaður og í miklu uppáhaldi. Eitt af þínum fallegu járnlistaverkum, sem er í abstrakt expressjón- ískum stíl, prýðir garðinn hans pabba í dag. Það verk minnir mig á dans og gleði, sem var einmitt svo ríkt í þér. Þú varst alltaf hress og kátur með bros á vör. Þegar mér verður hugs- að til þín sé ég þig skælbros- andi og sólbrúnan, umvafinn sólinni. Fyrsta utanlandsferðin mín var þriggja vikna sólar- landaferð með foreldrum mín- um og ykkur Júllu. Það var sól og gleði alla daga og ís í brauði hjá þér og mér að minnsta kosti þrisvar á dag. Þú hafðir mikinn áhuga á fuglum og áttir skápa með fal- legum uppstoppuðum fuglum sem mér þótti afar merkilegt. Seinna meir heillaðist Ragnar sonur minn einnig af fuglasafn- inu, þá átta ára og vildi ólmur eignast einn slíkan fugl. Svo at- vikaðist það að þið fóruð saman í göngutúr og funduð dauðan máv. Ragnar var fljótur að biðja þig um að láta stoppa hann upp og varð frekar leiður þegar hann fékk að vita að það væri ekki hægt, þar sem þessi mávur var mjög illa farinn. Þessu gleymdir þú ekki og þeg- ar Ragnar fermdist mörgum árum síðar mættir þú með upp- stoppaðan máv í gjöf handa honum sem vakti mikla kátínu. Þú grínaðist lengi með það að ég þyrfti nú að fara að finna mér mann og gifta mig. Ég gifti mig ekki fyrr en 2013 og þegar þá var komið varst þú búin að vera glíma við erfið veikindi í mörg ár. Þrátt fyrir veikindin komuð þið Júlla suð- ur og voruð viðstödd brúðkaup- ið okkar Frímanns, það var besta gjöfin sem þið gátuð gef- ið okkur. Við vorum einnig svo heppin að fá fallegar handgerðar gjafir úr listasmiðju þinni, viðarskál, fuglapar og tvo blómastanda sem prýða nú stofuna hjá okk- ur. Talan átta er þín tala. Þú fæddist 8. apríl og fékkst svo að kveðja á afmælisdaginn þinn, 8. apríl síðastliðinn, eins og þú varst búinn að tala um. Það tekur 8 mínútur fyrir geisla sólarinnar að snerta jörðina. Þú varst sannkallaður sólargeisli, þú elskaðir sólina og hún þig. Elsku Ingvi minn, við kveðj- um þig með þakklæti og hlýju í huga í sólinni sumardaginn fyrsta. Elsku Júlla okkar, við vott- um þér og öllum aðstandendum innilega samúð. Ingibjörg Ragnarsdóttir og fjölskylda. Kær vinur okkar er látinn. Ingva, eins og við kölluðum hann alltaf, kynntumst við 1969 þegar Tryggvi heitinn, sonur þeirra Júllu og Ingva, var í Laugarnesskólanum í blindra- deildinni með Fjólu Björk okk- ar, en bæði eru þau látin. Mikil samgangur var á þess- um tíma á milli okkar fjöl- skyldnanna og þótti okkur mjög vænt um þau samskipti í gegnum árin. Ingvi var safnari og þótti honum gaman að sýna eggja- og fuglasafnið sitt á sínum tíma en allt safnið var í sérsmíð- uðum hillum, skúffum og skáp- um, þar sást vel hvað Ingvi var mikill fagurkeri. Fyrir nokkrum árum fluttu þau hjónin til Akureyrar og var sú venja að kíkja í kaffi þegar við komum norður og alltaf var vel tekið á móti okkur með hlýju og kærleika. Þá bauð Ingvi okkur að kíkja í skúrinn sinn en þar dundaði hann sér við að renna hluti úr tré, smíða kirkjur, bíla og allt mögulegt annað sem honum datt í hug og allt var þetta listasmíði. Við þökkum samfylgdina, kæri vinur, og við vitum að litlu englarnir þínir hafa tekið vel á móti þér. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Megi góður Guð styrkja þig í sorginni Júlla mín. Guð geymi þig. Þínir vinir, Guðrún (Rúna) og Sigurður (Siggi). Guðmundur Ingvi Gestsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNÍNU ÁRNADÓTTUR, Markarvegi 16, Reykjavík. . Arna Kristjánsdóttir, Ívar Trausti Jósafatsson, Þórður Ingimar Kristjánsson, Ann Kristín Hrólfsdóttir og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLAFÍA MAGNÚSDÓTTIR frá Ballará, Háahvammi 9, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 19. apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 4. maí kl. 13. . Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, Þórdís Sæmundsdóttir, Gestur Guðbrandsson, Hafþór Ómar Sæmundsson, Hrönn Harðardóttir, Elínborg Harpa Sæmundsdóttir, Thomas Danielsson, Ólafía Kristín Sæmundsdóttir, Einar Tryggvason, Sigurlaugur Jón Sæmundsson og barnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SVÖLU EIRÍKSDÓTTUR PÉTURSDÓTTUR, Hjarðarhaga 48, Reykjavík, áður Grund við Grímsstaðaholt. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild A-6 Landspítala í Fossvogi fyrir einstaka alúð og umhyggju. . Karl Sigurjón Hallgrímsson, Elínborg Einarsdóttir, Sigþór Sævar Hallgrímsson, Erla Sighvatsdóttir, Matthildur Sjöfn Hallgrímsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORSTEINU SIGURÐARDÓTTUR, Hrafnistu í Reykjavík, áður Njörvasundi 6. Við færum starfsfólki hjúkrunarheimilisins Hrafnistu sérstakar þakkir fyrir góða umönnun mömmu. . Hafliði Benediktsson, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Jónas R. Jónsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Haukur Hauksson, Erna Benediktsdóttir, Steindór Gunnarsson, Birna Benediktsdóttir, Daníel Guðbrandsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RÖGNVALDUR ÞÓRHALLSSON, Helgamagrastræti 53, Akureyri, lést á heimili sínu mánudaginn 20. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahlynningar Akureyrar fyrir góða og hlýja umönnun. . Unnur Björnsdóttir, Björn Rögnvaldsson, Fanney Baldursdóttir, Hólmfríður Rögnvaldsdóttir, Örn Friðriksson, Svava Rögnvaldsdóttir, Gunnar Gestsson, Katrín Rögnvaldsdóttir, Ágúst Kristófersson, Ásdís Rögnvaldsdóttir, Þórhallur Bergþórsson, Matthías Rögnvaldsson, Erla Jóhannesdóttir, Guðrún Rögnvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þakka öllum sem hafa aðstoðað mig vegna andláts og útfarar eiginmanns míns og vinar, GUÐMUNDAR INGVA GESTSSONAR járnsmiðs og trélistamanns, Seljahlíð 13c, Akureyri. Einnig þakka ég starfsfólki Heimahlynningar og Sjúkrahússins á Akureyri. . Júlíana Helga Tryggvadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÁSGEIR J. BJÖRNSSON kaupmaður frá Siglufirði, Lindasíðu 4, Akureyri, sem lést föstudaginn 24. apríl, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. maí kl. 13.30. . Sigrún Ásbjarnardóttir, J. Gunnlaug Ásgeirsdóttir, Magnús Guðbrandsson, Gunnar Björn Ásgeirsson, Ellen Hrönn Haraldsdóttir, Ásbjörn Svavar Ásgeirsson, Sigríður Sunneva Pálsd., Rósa Ösp Ásgeirsdóttir, Unnsteinn Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR GUÐJÓNSSONAR húsamíðameistara. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík fyrir alúð og umhyggju. . Kolbrún Þórðardóttir, Stefán Jónsson, Matthías Þórðarson, Guðrún Harðardóttir, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.