Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Til sölu Toyota Prius, Hybrid bíll, árg. 2007. Mjög vel með farið eintak. Verð tilboð. Upplýsingar í síma 863-7656. Ford Transit Pallbíll 6 manna Ford Transit pallbíll, 2008 árgerð, diesel, ekinn aðeins 93 þús. km, ný smurður og yfirfarinn, ný skoðaður, er með tímakeðju. Verð 2.780.000 með vsk. Sími 6914441. Smáauglýsingar ✝ Gerður Torfa-dóttir fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1949. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Grund 13. apríl 2015. Hún var dóttir hjónanna Torfa Jónssonar, fyrr- verandi rannsókn- arlögreglumanns, f. 3. október 1919, d. 9. júní 2012, og konu hans, Ragnhildar Helgu Magn- úsdóttur, starfsmanns á leik- skóla, síðast Vesturborg, f. 16. ágúst 1920, d. 1. október 2003. Systkini hennar eru Hilda Torfadóttir talmeinafræðingur, f. 26. október 1943, Hlín Torfadóttir organisti og fyrr- verandi skólastjóri, f. 14. apríl 1945, og Magnús Ingvar Torfa- son grafískur hönnuður, f. 23. febrúar 1960. Hilda er gift Hauki Ágústs- syni, fv. skólastjóra og presti, f. 3.11. 1937. Sonur þeirra er allt hennar líf. Hún fór nokkr- um sinnum til lækninga til Kaupmannahafnar og á ung- lingsárunum dvaldi hún mán- uðum saman í Dianalund á heilsuhæli fyrir flogaveika. Hún var í Laufi, félagi floga- veikra, og fór á þeirra vegum á þing bæði í Bologna á Ítalíu og til Finnlands. Hún hafði yndi af ferðalögum og ferðað- ist mikið, bæði innanlands og utan. Á þessum ferðum kynnt- ist hún fólki sem hún var í vin- áttu- og bréfasambandi við alla ævi. Sambýlismaður Gerðar um tíma var Reynir Krist- insson, f. 25. nóvember 1953, d. 28. mars 2002. Gerður var starfsstúlka á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í rúm 30 ár. Hún átti sér mörg áhugamál, söng mörg ár í kór og málefni heyrnarskertra voru henni alla tíð mikið hjart- ans mál. Meðal annars lærði hún táknmál og skrifaði út- varpsstjóra bréf þar sem hún mæltist eindregið til að ís- lenskt talmál í sjónvarpi yrði textað. Útför hennar fór fram frá Dómkirkjunni 17. apríl 2015. Ágúst Torfi, f. 31. maí 1974, giftur Evu Hlín Dereks- dóttur, f. 7. júlí 1977, en þau eru bæði vélaverkfræð- ingar. Dætur þeirra eru Ragn- hildur Edda, f. 27. september 2007, og Bryndís Eva, f. 5. apríl 2009. Hlín giftist 1984 Sigurði Jónssyni smið, f. 12. ágúst. 1947. Þau skildu. Sonur þeirra er Atli, nemandi í hornleik, f. 30. nóvember 1984. Magnús Ingvar er giftur Sigrúnu Sig- urðardóttur, viðskiptafræðingi, f. 22. nóvember 1962. Börn þeirra eru Kara Ásta, f. 13. nóvember 1993, í sambúð með Símoni Pétri Kummer, og Sig- urður Bjartmar mennta- skólanemi, f. 9. maí 1997. Gerður veiktist aðeins tveggja ára gömul af berklum, varð flogaveik um sjö ára ald- ur og hafði það mikil áhrif á Fréttin um að Gerður Torfa- dóttir hefði látist aðfaranótt 13. apríl síðastliðins var bæði sorg- leg og um leið viss léttir, þegar ég hugsaði til þess hversu erfitt líf hennar hefur verið síðustu mánuði. Í raun hefur hún átt mjög mikla veikindasögu allt sitt líf eða allt frá því að hún, barn að aldrei, greindist með flogaveiki sem hún þjáðist af alla tíð þótt hún hafi lært með tímanum að takast á við hana af æðruleysi en aldrei með upp- gjöf. Gerður var einn af við- skiptavinum Kjötborgar allt frá því að við opnuðum verslunina á Ásvallagötu 19 árið 1981, þá bjó hún á Ásvallagötu 1 en flutti sig síðar um set í sína eig- in íbúð í númer 63. Gerður vandi komur sínar strax í búð- ina til pabba, mömmu og Krist- jáns bróður, sem þá starfaði með foreldrum okkar. Ég kynntist Gerði því mjög fljótt þegar ég kom til starfa í Kjöt- borg árið 1986 en þá færði Kristján sig yfir í verslun okk- ar í Stórholti. Gerður var mikill réttlætis- sinni og studdi alltaf lítilmagn- ann í hvaða mynd sem hann var í þjóðfélaginu. Okkur varð mjög fljótt vel til vina og aldrei leið sá dagur að hún kæmi ekki í búðina eða ég liti ekki til hennar. Hún var svo lánsöm að fá vinnu á Grund, meðal annars vegna þess að Gísli og síðar Guðrún Gísladóttir studdu ávallt við bakið á henni þótt veikindadagarnir yrðu stundum margir. Eftir að hafa unnið í 33 ár á Grund var heilsu Gerðar farið að hraka þannig að 2009 hætti hún að vinna en hætti þó alls ekki að koma við á gamla vinnustaðnum. Til okkar í Kjöt- borg kom hún á hverjum degi í kaffi og spjallaði við nágrann- anna og vini okkar þeim til óblandinnar ánægju. Hún hafði sérstaklega gaman af því að tala við börnin, bæði í umvönd- unartón og einnig til að fylgjast með líðan þeirra. Eftir að hafa þekkt Gerði í tæp 40 ár er skrítið til þess að hugsa að hún komi ekki til okkar í búðina nema þá í huga okkar. Gerður var nánast alla tíð einhleyp en átti sambýlismann sem Reynir hét og var hann henni mikill gleðigjafi en því miður lést hann langt um aldur fram. Gerður tók því af æðruleysi sem og flestum öðrum áföllum sem yfir hana dundu á lífsleið- inni og nefni ég þá sérstaklega fráfall móður hennar sem lést á svipuðum tíma og Reynir. Mæðgurnar voru mjög nánar og ófáar ferðir þeirra um Laugaveg og miðbæinn þar sem þær kíktu í búðir og luku ferðinni með því að fá sér góð- an kaffisopa. Vinkonur Gerðar, þær Agnes og Þórhalla, sakna hennar sárt og þakka fyrir góð- ar samverustundir. Að leiðarlokum langar mig að þakka fyrir þau sérstöku og góðu kynni sem við áttum og ég vil fyrir hönd okkar bræðra og fjölskyldu okkar þakka líka ein- læga og góða vináttu alla tíð. Hvíl þú í friði elskulega og staðfasta vinkona. Gunnar Jónasson. Gerður Torfadóttir Í dag minn- umst við vinar okkar og kórfélaga sem kvaddi alltof snemma. Flest kynntumst við Halla í Mennta- skólanum í Reykjavík og vina- böndin styrktust þegar við sung- um saman í MR-kórnum. Það sem einkenndi Halla var að það var alltaf gaman í kringum hann og vá hvað við gátum hlegið. Hann var svo næmur á gott grín og var fljótur að koma með djók á réttum tíma sem iðulega sló í gegn. Strax eftir menntaskóla ákváðum við að halda áfram að syngja saman og stofnuðum Litla kórinn. Það myndaðist mikill kærleikur á milli okkar í kórnum og við gerðum margt skemmti- legt saman. Halli var alltaf í miklu uppáhaldi hjá stelpunum, þegar hinir strákarnir mættu ekki á hittinga þá mætti Halli alltaf. Þannig gátum við stólað á Halla, pottþéttur gaur, alltaf „mættastur“ eins og hann hefði sjálfur sagt. Það er ekki hægt að tala um Halla án þess að minnast á rödd- ina hans, yndisfögru röddina. Hann gat brætt alla þegar hann söng, hæfileikarnir voru svo sannarlega til staðar sem sýndu sig í söngnáminu sem og öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Við fylgdumst stolt með honum þeg- ar hann kom fram, bæði við nám í Söngskólanum í Reykjavík og þegar hann kom fram með hressu strákunum í Olgu eftir að hann fluttist út. Af mörgum fallegum lögum sem við sungum með Halla minnir þetta sérstaklega á hann og hvernig hann náði öllum djúpu tónunum áreynslulaust. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Haraldur Sveinn Eyjólfsson ✝ HaraldurSveinn Eyj- ólfsson fæddist í Reykjavík 15. mars 1985. Hann lést 15. apríl 2015. Útförin fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 28. apríl 2015. Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson) Kæru Guðbjörg Edda, Eyjólfur og Eggert. Við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, hugur okkar er hjá ykkur. Það er með mikilli sorg sem við kveðjum yndislega Halla okkar með sólskinsbrosið. Takk fyrir vináttuna. Þínir vinir úr Litla kórnum, Anna, Aron, Ása, Birgitta, Elsa, Friðmar, Guðbjörg, Hrafnhildur, Inga, Kári, Ómar, Sigrún og Sunnefa. Nú er hann fallinn frá yndis- legi Halli okkar með englarödd- ina sína fögru og hljómar fallega rödd hans nú fjarri veraldlegum heimi. Hann var yndislegur drengur, alveg einstaklega ljúf- ur og glaðvær með mjúka sál sem vildi alltaf öllum hið besta. Hann hafði sérstaklega þægi- lega nærveru og brosið hans og hláturinn hverfa seint úr minni. Hann var vinur í raun og algjört gull af manni. Við áttum margar góðar og glaðar stundir saman sem munu lifa lengi í minningu okkar allra, minningar um grín og glens, hlátur og góðan söng, hvort heldur í tímum í Söngskólanum, Snorrabúð, óperuuppfærslum, Hollandi, Íslandi eða annars staðar. Megi gleði og jákvætt hugarfar vinar okkar lifa áfram í hjörtum okkar allra. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Elsku Eyjólfur, Guðbjörg og Eggert, við sendum ykkur ásamt öðrum ættingjum og vinum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Með söknuð í hjarta, vinir og samnemendur úr Söngskólanum í Reykjavík, Karl Már Lárusson. Anna sagði mér eitt sinn fyrir löngu að ef einhver myndi skrifa um hana minningargrein, þá vildi hún að þar stæði þessi setning: „Hún var gleðikona mikil!“ Og það varst þú svo sannarlega, elsku Anna mín. Hvar sem þú komst var gleðin í fylgd með þér og þú smitaðir alla með skemmtilega hlátrinum þínum. En þú áttir líka sorg í hjarta eins og þegar þú misstir systur þína, Mollý, en þið voruð mjög nánar. Þú varst dugleg að vinna úr sorginni með þinni léttu lund og nú eruð þið aftur saman Pol- lýanna og Mollý – það hlýtur að vera mjög gaman hjá ykkur. Ég kynntist Önnu er hún kom til Reykjavíkur og hóf störf á Hrafnistu, dvalarheimili sjó- manna. Hún vann til að byrja með á „vistinni“. Þar voru flestir hressir og kátir og kunnu að meta létta lund og skemmtileg tilsvör Önnu. Með tímanum færðust svo störfin yfir á hjúkr- unardeildir þar sem umönnun var mikil og störfin erfiðari. En hún var mjög natin við sjúklinga. Hvar sem hún var staðsett í húsinu kom hún sér vel, bæði við heimilisfólk og sam- starfsmenn. Anna átti harmon- ikku og spilaði fyrir fólkið uppá- haldslögin, bæði frá gömlum tíma og nýjum. Einnig lék hún lög sem hún hafði samið sjálf, eitt sem hún tileinkaði heimilinu og heitir „Hrafnistuvalsinn“. Mjög skemmtilegt lag. Ekki var haldin sú hátíð í húsinu, svo sem þorrablót, vor- og haust- fagnaðir, að ekki sé minnst á sjó- Pálína Anna Jörgensen ✝ Pálína AnnaJörgensen fæddist í Reykjavík 9. september 1935. Hún lést 5. apríl 2015. Útför Önnu fór fram 20. apríl 2015. mannadaginn, að Anna mætti ekki með nikkuna og spilaði bæði undir söng og fyrir dansi á öllum hæðum. Hún var líka dugleg að skemmta á árshátíðum starfs- fólksins og var oft veislustjóri. En elsku Anna mín, það var líka gaman utan vinnunnar. Við ferð- uðumst mikið, fórum til Amst- erdam og til Mallorka árið sem þú áttir 60 ára afmæli og móðir mín, Katrín, varð 80 ára. Það var skemmtilegur túr. Við fórum út að sigla, syntum í sjónum og borðuðum góðan mat á fínum veitingastað á afmæliskvöldi mömmu. Þegar eigandinn frétti af stórafmælum ykkar kom hann með kampavín og blóm og þið voruð báðar kallaðar „Mamma Reykjavík“. En við vorum líka duglegar að ferðast um landið okkar, til Signýjar og Hlöðvers, sem áttu fallegan sumarbústað í Lóni við Hornafjörð. Sumarbú- staðurinn heitir Draumaland og þú varst nú ekki lengi að semja lag um hann. Einnig samdir þú lag um bústað sem Axel bróðir minn og Dagbjört konan hans eiga og heitir það „Dagsel“. Við fórum að skoða Vestfirði og Látrabjarg. Við gistum á Tálknafirði, þar var mjög fín sundlaug, það átti nú við þig. Hvergi leið þér betur en í vatni og gast þú synt endalaust án þess að blása úr nös. Það var svo skemmtilegt að ferðast með þér, þú varst alltaf í góðu skapi og alltaf til í allt. Ég sakna þín mikið en gleðst samt yfir að þú ert laus við hinn illvíga sjúkdóm og komin á góðan stað. Ég er viss um að það hefur verið tekið vel á móti þér. Þú átt- ir mjög fallega trú sem þú fórst vel með og varst iðin við að biðja fyrir öllum sem þér þótti vænt um. Ég gæti haldið áfram að rifja upp endalaust okkar skemmti- legu stundir saman, en nú verð ég að hætta og setja punkt. Ég mun ætíð minnast þín með gleði og þökk. Þín vinkona, Auður Axelsdóttir. Anna kom til starfa á Hrafn- istu í Reykjavík árið 1991. Það var gaman að kynnast henni. Hún varð strax vinsæl og ekki skrítið þar sem hún var gleðigjafi hinn mesti. Um þetta leyti var stofnaður kór á Hrafnistu og Anna tók auð- vitað þátt í kórstarfinu. Þið sung- uð fyrir mig þegar ég varð fimm- tug. Man ég að við fórum víða að syngja næstu árin. Við í Skálholti í æfingabúðum með tilheyrandi kvöldvöku sem var eftirminnileg, heimatilbúin skemmtun. Við á siglingu með Akraborg- inni upp á Akranes til að syngja á elliheimilinu. Auðvitað var Anna með nikkuna og lék á hana uppi á dekki á leiðinni. Við kerlurnar höfum ábyggilega sungið Undir bláhimni, en það var eitt af henn- ar lögum, og lagið mitt hefur örugglega verið sungið líka, Abba-labba-lá. Við í haustferð, stangveiðiferð um sundin blá. Góður matur í boði og við örugglega að syngja. Við í grillferð í Viðey með Hrafnistugenginu. Þú veislustjóri á árshátíðum, þá dreifstu forstjórann, fjármála- stjórann, hjúkrunarforstjórann og fleiri til að syngja. Þú varst líka dugleg að skemmta vistfólk- inu með söng og hljóðfæraleik, ýmist á hljómborð eða á nikkuna. Þú kunnir svo vel á gamla fólkið, hafðir svo gott lag á því. Þú lékst líka jólasvein á jólaballi starfs- fólks og ég kom með Bjarna, barnabarn mitt, sem var hálf- smeykur við jólasveininn en það stóð nú ekki lengi. Þú tókst hann og leiddir og hann varð sáttur við jólasveininn. Við allar söngsystur í grill- og pottapartíi hjá Siggu og Viðari í Glæsibænum. Einkaþorrablót fyrir okkur fjórar á fótaaðgerðastofunni eða hárgreiðslustofunni – þú, Auður, Sigga og ég. Bjúgnagerð sem þú varst meistari í, hún fór fram í bíl- skúrnum hjá Siggu. Það voru góð bjúgu sem við áttum þann vetur. Ég verð að minnast á öll fal- legu lögin þín sem kórinn okkar söng, Hrafnistuvalsinn, Odd- staðatangó, Borgarstjóraboogie og ekki má gleyma Hreiðrinu. Eftir að þú hættir á Hrafnistu gerðist þú stuðningsfulltrúi og vannst á sambýli fatlaðra í Lá- landi. Ég hefði óskað mér að þú hefðir unnið á sambýli dóttur minnar, en hvað um það. Ég legg þann skilning í orðið „mannauð- ur“ að það sé manneskja sem er fjársjóður fyrir hverja stofnun og það varst þú svo sannarlega! Alltaf tilbúin að gefa af þér til allra. Við heimsóttum Lillu, vinkonu Auðar, á Kinnastaði í Reykhóla- sveit eina helgi síðla hausts fyrir nokkrum árum. Ég, þú og Auður vorum þar í góðu veðri og miklu dekri. Borðið svignaði undan krásum, það var sannkölluð draumaferð. Ófáar ferðir áttum við í Kaffi- vagninn á Grandanum. Það er margs að minnast, allt saman góðar minningar sem ég á um þig. Með þakklæti kveð ég þig að sinni. Pollýanna stuðgella sem alltaf gast komið manni til að hlæja. Þér lá nú ekki svona mikið á að fara frá okkur, prakk- arakúlan þín! En það var ekki um annað að ræða en að drífa sig, það eru ekki allir sem fá út- hlutaðan páskadag til brottfarar. Það var stæll á því! Takk fyrir allt – far þú í friði, sæl og glöð til annarra stranda. Guðrún Gríma Árnadóttir. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.