Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jón Baldursson, bridspilari með meiru, varð í fjórtánda skiptið Ís- landsmeistari í sveitakeppni í brids á sunnudaginn var, en Ís- landsmótið í brids fór fram frá fimmtudegi í síðustu viku til sunnudags á Selfossi. Jón spilar með sveit Lög- fræðistofu Íslands, en hana skipa, auk Jóns, Sigurbjörn Haraldsson, Bjarni Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen, Steinar Jónsson og Sverrir Ármannsson. Heimsmeistari 1991 Jón og Aðalsteinn spiluðu báðir í frægustu bridssveit Íslandssög- unnar, sem varð heimsmeistari 11. október 1991, í Yokohama í Japan, eftir að hafa lagt Pólverja að velli, 415-376, í æsispennandi úrslitaleik. Hlaut sveitin hina frægu Bermúdaskál að launum. Í fyrra sló Jón Íslandsmetið með því að verða Íslandsmeistari í brids í sveitakeppni í þrettánda skiptið og hirti þannig metið af Stefáni Guðjohnsen, sem hafði orðið Íslandsmeistari 12 sinnum. Morgunblaðið sló á þráðinn til Jóns í tilefni af nýjasta sigrinum, en Jón hefur titilinn heimsmeist- ari í símaskránni. - Jón, þarftu ekki að fara að breyta titlinum í símaskránni, eða bæta við hann öllu heldur, fjór- tánfaldur Íslandsmeistari?! „Nei, nei. Heimsmeistari er náttúrlega aðaltitillinn og það er ekkert sem þarf að bæta við hann. Sá titill verður ekki topp- aður!“ - Fjórtánfaldur Íslandsmeistari. Náðir metinu af Stefáni Guðjohn- sen í fyrra, sem er tólffaldur Ís- landsmeistari, með því að ná þér í þrettánda tiltilinn. Er þetta ekki bara glimrandi tilfinning? „Jú, jú, auðvitað er hún það. Það er alltaf gaman að vinna. Sig- urbjörn Haraldsson, sem ég spila með í sveit Lögfræðistofu Íslands, er búinn að vinna titilinn ellefu sinnum, þannig að hann fer nú einhvern tíma fram úr mér, því hann er bara 36 ára. En hann fer ekki fram úr mér á meðan hann er með mér í liði!“ Átti ekki séns í Fischer! - Þú varðst sextugur í fyrra. Hvenær hófstu að spila brids? „Ég byrjaði í alvöru í brids, þ.e.a.s. keppnisbrids, haustið 1972. Hafði samt spilað lítillega áður en var mest í skákinni. Svo þegar heimsmeistaramótið í skák var hérna heima 1972, þá sá ég að ég átti engan séns í þennan Fischer, svo ég sneri mér að bridsinu eftir það!“ segir Jón og hlær við. - Mér er sagt að þú spilir af jafnmiklum eldmóði og krafti og þegar þú byrjaðir að spila keppn- isbrids og spilir bara í öllum mót- um. Hvað veldur? „Það hlýtur bara að vera eitt- hvað í genunum. Þetta er eig- inlega þannig að maður getur ekkert slakað á, ef maður hefur á annað borð áhuga á því að vera í toppbaráttunni. Ef maður fer að slaka eitthvað á, þá er þetta bara ekki eins skemmtilegt. Ég hef ennþá óskaplega gaman af þessu og held áfram á meðan mér líður þannig, enda geta menn enst tölu- vert lengi í bridsinu.“ Íslandsmeist- ari í 14. sinn  Skráður heimsmeistari í símaskránni Fögnuður Þann 12. október 1991 var forsíðumynd í Morgunblaðinu, undir fyrirsögninni Íslendingar heimsmeist- arar í brids. Hér fagna nýkrýndir heimsmeistarar, íslenska landsliðið í brids, í Japan. Frá vinstri: Björn Eysteinsson fyrirliði, sem heldur á Bermúdaskálinni, Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson, Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jó- hannsson og Guðmundur Páll Arnarson halda verðlaunagripum sínum á lofti. Davíð Oddsson forsætisráðherra tek- ur á móti heimsmeisturunum þegar þeir koma heim á sunnudagskvöld. Morgunblaðið/Golli Íslandsmeistari Jón Baldursson náði þeim glæsilega árangri að verða Ís- landsmeistari í brids í 14. skiptið um síðustu helgi, oftar en nokkur annar. Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18, laugard. kl. 11-14. Allt fyrir eldhúsið Gorenje vínkælir • 48 flöskur • Hitastig 5-15°c Gorenje tvöfaldur kæliskápur • Flýtilúga • Vatns- og klakavél • Sjálfvirk afþýðing Gorenje Innbyggiofn • Hraðhitun • Kjöthitamælir • Útdraganlegar brautir • Ljúflokun Asko Uppþvottavél • Lengri líftími • Stál sprautuspaðar • Mjög hljóðlát Gorenje Combiofn • Örbylgjur • Heitur blástur • Grill heildarlausnir fyrir heimilið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.