Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Í dag kveð ég elsku mömmu mína. Það er margt sem fer í gegnum hugann á þessum tímapunkti en það sem stendur upp úr er hve mamma var traust, hlýleg og yndisleg manneskja. Þegar ég var að alast upp í Ólafsvík var hún allt- af til staðar til að tryggja að maður þyrfti ekki að hafa of mikið fyrir hlutunum og var Hjarðartún 6 mikill samkomu- staður fyrir mig og leikfélaga mína og þegar það var t.d. hálf- leikur í körfubolta eða fótbolta á bílaplaninu hjá okkur sá mamma um veitingarnar fyrir okkur strákana. Þegar við Ágústa mín eignuðumst hana Evu Ósk ung bjuggum við í kjallaranum hjá foreldrum mín- um í Birkigrund 49 og mamma var þá alltaf til staðar til að auð- velda okkur ungu foreldrunum það stóra verkefni að verða for- eldrar en það er víst engin handbók til um það hvernig maður á að vera foreldri, annað en ást og umhyggja, sem mamma átti nóg af og það var ómetanlegt. Mamma hefði átt skilið að vera lengur með okkur til að njóta lífsins til að mynda í golf- ferðum erlendis sem hún hafði ótrúlega gaman af en veikindi hennar komu í veg fyrir það. Í þeim veikindum sýndi hún ótrú- legan styrk og mikla baráttu sem segir mikið um það úr hverju mamma var gerð en að lokum tapaði hún fyrir veikind- unum og var það ólýsanlega sárt. Söknuðurinn er mikill en þá get ég ávallt rifjað upp margar fallegar minningar um hana mömmu og börnin mín munu sakna ömmu Siggu og ömmu dreka. En að lokum mamma þá bið ég að heilsa eftir Inga Té og sjáumst í stríðinu. Eggert (Eddi). Ég er tíu ára og mér er svo kalt á tánum að ég finn varla fyrir þeim lengur. Ég dreg snjó- þotuna mína heim á leið, eftir að hafa rennt mér langt fram á kvöld niður brekkuna í Sjó- mannagarðinum. Enn eru nokkrir dagar til jóla og ég veit fyrir víst að heima bíður mín hlýr og mjúkur faðmur mömmu. Faðmlag sem er svo óendanlega gott að eiga aðgang að. Ég hristi af mér gúmmístígvélin, treð héluðum lopavettlingunum á ofninn í anddyrinu og hraða mér upp stigann. Mamma situr við saumaborðið og saumavélin malar. Hún hefur saumað jólafötin á okkur systkinin og er nú að sauma jólaföt á dúkkurnar mín- ar úr efnisafgöngum. Hún segir mig vera pabbastelpu um leið og hún knúsar mig. Á aðvent- unni hefur mamma bakað í það minnsta 7 sortir og sett í dunka sem eru límdir kyrfilega aftur svo við systkinin og pabbi tök- um ekki forskot á sæluna. Hjá mömmu er skipulag á öllum hlutum og fullkomin verkstjórn. Gardínur hafa verið þvegnar, gólf skrúbbuð, sængur viðraðar, allir skápar teknir í gegn, músa- stigar föndraðir, silfur pússað og allir skór heimilisins burst- aðir. Ég er svo lánsöm að alast upp við það að heima hjá mér eru allir velkomnir. Mamma er Sigríður Svanhildur Magnúsdóttir Snæland ✝ Sigríður Svan-hildur Magnús- dóttir Snæland fæddist 7. júlí 1943. Hún lést 16. apríl 2015. Útför Sigríðar fór fram 29. apríl 2015. trygg og hefur trú á mér. Hún þerrar líka tárin þegar ég þarf á því að halda. Árin líða og ég eignast mína eigin litlu fjölskyldu. Þrjá yndislega syni. Amma Sigga býður þeim hlýjan og mjúkan faðminn líka. Við höfum átt margar gleðistund- ir með ömmu Siggu og afa Kristó heima hjá þeim í Urð- arhæð, í sumarbústaðnum og í golfi þar sem spilagleði mömmu fær notið sín og samveran er ljúf. Elsku mamma greindist með brjóstakrabbamein fyrir þremur árum. Meinið tók sig upp nú í vetur, illvígt og út- breitt. Í veikindum sínum fannst mér mamma hleypa mér mun nær sér en ég átti von á. Ég fékk að styðja hana, fylgja henni í lyfjameðferð, kúra hjá henni á sjúkrahúsinu og sýna henni ást mína og hlýju. Fyrir það er ég þakklát. Kallið kom alltof fljótt. Ég vildi fá lengri tíma, meiri hlátur, fleiri hlý faðmlög. Nú er hún elsku mamma mín og amma drengj- anna minna umvafin englum. Minning hennar lifir í hjörtum okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Guðfinna. Elsku hjartans mamma mín, nú ertu farin frá okkur, farin á vit ævintýra í sumarlandið þar sem sólin skín og afi og amma taka á móti þér. Eftir situr minning um yndislega móður með mjúkan vanga, hlýjar hendur og heita kossa. Það er ótrúlega erfitt að kveðja en minningarnar eru margar og hlýjar og ég geymi þær í hjarta mínu að eilífu. Elsku pabbi minn, megi guð styrkja þig í þessari miklu sorg. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Dröfn Snæland. Í dag verður til grafar borin tengdamóðir mín, Sigríður Magnúsdóttir, í mínu umhverfi alltaf kölluð Sigga Magg eða amma Sigga. Það ríkir mikil sorg á mínu litla heimili og ljóst að næstu skref verða okkur þung. Siggu kynntist ég fyrir um 15 árum þegar ég fór að vera tíður gestur á heimili þeirra hjóna og með okkur tókst góð vinátta. Margar gæðastundir áttum við saman í Hrauntungu, sumarbú- stað ykkar hjóna í Úthlíð. Spil- uðum manna eða kana langt fram á nótt, svömluðum í pott- inum og ófá glæsihöggin slógum við á golfvellinum. Þegar við Jóhanna eignuð- umst yngri dóttur okkar, reynd- ist þú okkur mikil stoð. Og er það trúlega þér að þakka hversu mikill matgæðingur hún er, eftir að hafa innbyrt mikið magn af steiktum kjöt- og fisk- búðing. Elsku Sigga, þú varst kölluð í önnur verkefni allt of fljótt. Það er erfitt að kveðja og skarðið er stórt. Minningarnar eru fallegar og munum við halda fast í þær. Ég kveð þig fullur þakklætis fyrir allt sem þú hefur gert fyr- ir mig og fjölskyldu mína. Kristófer og tengdafjölskyldu minni votta ég mína innilegustu samúð. Þinn tengdasonur, Pálmi. Elsku tengdamamma eða Sigga Magg eins og ég kallaði þig. Nú er barátta þín við ill- vígan sjúkdóm á enda. Það var á haustmánuðum sem fréttin kom og vorum við þá stödd í Noregi hjá Svanhildi og Sigga að fagna og heimsækja nýjasta barnabarnið okkar og lang- ömmubarnið þitt. Það var erfitt að geta ekki verið hjá ykkur Kristófer á þeirri stundu. Minn- ingar mínar um þig, Sigga mín, eru margar og góðar og hef ég þær fyrir mig og deili ég þeim með börnum og barnabörnum mínum. Fyrstu kynni mín voru þegar þú bauðst mér í sunnudagsmat með fjölskyldunni í Birkigrund- inni, ég var feiminn í fyrstu en þú varst fljót að taka á skarið og bjóða mig velkominn í fjöl- skylduna ykkar Kristófers. Margar stundirnar erum við bú- in að eiga í sumarbústaðnum ykkar í Úthlíð og gestrisni ykk- ar Kristófers er einstök, alltaf nóg af öllu og ef eitthvað vant- aði var Kristófer ekki að setja það fyrir sig þó hann þyrfti til Reykjavíkur eftir vistum. Þegar ég hugsa til baka eru svo margar minningar og marg- ar góðar stundir sem við áttum og þær ætla ég að geyma. Undir það síðasta varst þú ekki búin að gefast upp því þú varst að segja mér að þú ætlaðir að fara í sumarbúðstaðinn þegar þú værir betri og ég bauð þér að keyra þig en þú hélst nú ekki, þú gætir keyrt sjálf eða gott væri að hafa Sigga húsmann, sem ég kalla, á undan þá værir þú í engum vandræðum að keyra austur. Það vantaði ekki dugnaðinn í þig og snyrti- mennskuna, það sýnir heimilið þitt og bústaðurinn ykkar þar sem þér leið svo vel. Hvíl í friði, elsku tengda- mamma, og takk fyrir allar samverustundirnar, þær munu ylja okkur í framtíðinni. Að lok- um flyt ég tengdapabba mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Ari Eyþórsson. Amma kær, ert horfin okkur hér en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kveðja frá barnabörnum, Eva Ósk, Kristófer, Hekla og Tómas. Í dag er erfiður dagur. Í dag kveð ég ömmu mína og vinkonu. Amma Sigga var sú allra besta amma í heiminum af því að hún átti alltaf nóg af hlýjum faðm- lögum, ást og væntumþykju. Alla mín ævi hef ég verið mikil ömmustelpa, og hún vissi það vel. Ég ólst upp með annan fótinn hjá ömmu Siggu og afa Kristó og sótti mikið í það að vera hjá þeim. Alltaf var auð- sótt að fá að gista eða fara með í sumarbústaðinn og ég fékk að ferðast með þeim bæði innan- lands og utan. Amma var ekki þessi týpíska amma, hún var mér mikil vin- kona og átti ráð við öllu og bauð hjálp sína alltaf þegar ég leitaði til hennar. Amma var hress kona, oft mjög hress. Það var auðvelt að koma henni til að hlæja og þá átti hún til að hlæja hátt og mikið. Þegar ég hugsa um ömmu Siggu þá hugsa ég um hana brosandi og syngjandi. Ég er virkilega þakklát fyrir að hafa haft slíka ömmu í lífi mínu í 30 ár og enn þakklátari fyrir það að hún fékk að kynn- ast börnunum mínum tveim. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vísur Vatnsenda-Rósu) Elsku besta amma mín, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur og það er sárt að sakna þín. Ég er þér þakklát fyrir svo margt og ég mun ætíð geyma minningarnar um þig í hjarta mér. Við erum heppin að vera stór fjölskylda og munum passa vel upp á elsku afa og hvert annað. Hvíl í friði, fallegi engillinn minn. Þín Svanhildur Snæland. Veðurfar síðustu mánuði, með eldgosi og þeim afleiðing- um sem því fylgja, hefur verið hundleiðinlegt og mörgum til ama. Náttúrufyrirbrigði eins og sólmyrkvi sást á þeirri mínútu sem vísindamenn sögðu að hann myndi eiga sér stað og þeir reikna þann næsta fram í tím- ann upp á sekúndu. En það eru til litlir og stórir sólmyrkvar sem verða þegar heimili missa ástvini sína, en ekki er hægt að reikna þá út eins nákvæmlega. Einn slíkur varð þegar Sigríður féll frá langt um aldur fram eftir stutt veikindi. Fyrstu kynni okkar voru í Ólafsvík þegar hún flutti þangað með eiginmanni og fjöl- skyldu á sjöunda áratugnum. Kristófer Þorleifsson, eiginmað- ur hennar, tók þá við læknis- embættinu fyrir vestan og sam- stundis tókust góð kynni með fjölskyldum okkar sem hafa treyst betur eftir að við fluttum öll á höfuðborgarsvæðið. Á þessum árum hafa verið haldnar ótal grillveislur sem og aðrar með því sem þeim til- heyra og Sigríður var jafnan hrókur alls fagnaðar. Fyrir allar þær stundir vil ég þakka með virðingu. Ég veit að söknuðurinn er mestur hjá Kristófer, börnum og fjölskyldum þeirra. Ef minn- ingarnar eru góðar, um þann sem farinn er, verður söknuður- inn mildari og sporin grynnri sem fennir í. Á þessum tímamótum votta ég Kristófer eiginmanni og lækni, börnum og þeirra nán- ustu Guðs blessun. Þráinn Þorvaldsson. Mig langar í fáum orðum að minnast kærrar vinkonu minn- ar. Við Sigga kynntumst í árið 1953 í Laugarnesskóla og urð- um strax vinkonur. Við ólumst upp í Bústaðahverfinu og bröll- uðum ýmislegt saman. Við Sigga vorum hálfgerðar strákastelpur í okkur og vorum til að mynda ekkert hrifnar af því að þurfa að fermast í kjól. Við teiknuðum bíla, sátum aftan á skellinöðrum, gerðum símaat og skemmtum okkur konung- lega við ólíkustu uppátæki. Það var gaman að vera vin- kona Siggu þá sem alla tíð. Þeg- ar við uxum úr grasi eignuð- umst við báðar fjölskyldur og við tóku fullorðinsárin, en þótt oft væri mikið að gera hafði Sigga alltaf tíma til að sinna vinkonu sinni. Sigga flutti svo vestur á land en aldrei slitnaði þó þráðurinn sem ofinn var í Laugarnesskólanum forðum daga. Samverustundunum fjölgaði svo aftur þegar Sigga flutti í bæinn og hefur samband okkar verið mjög náið undanfarin 20 ár. Við unnum saman í nokkur ár í ÁTVR, en þar var hún gjaldkeri í áraraðir. Hún var vinsæl og virt af samstarfsfólki okkar og kom sér alls staðar vel. Við Sigga spiluðum saman golf um tíma en hún var mikill golfari og kenndi mér mikið. Einnig eru óteljandi sumarbú- staðarferðirnar sem við fórum í Úthlíðina. Þar var spilað, setið við handavinnu og spjallað um heima og geima. Okkar sam- band var líka þannig að við gát- um þagað saman. Vináttan var skilyrðislaus og afslöppuð og á milli okkar ríkti órjúfandi traust. Það var alltaf gott að eiga Siggu að. Hún stóð með mér í blíðu og stríðu og var alltaf til í að hjálpa við að finna lausnir ef vandi steðjaði að. Þegar vel gekk samgladdist hún af öllu hjarta og þá var stutt í hláturinn hjá Siggu. Hún var sérstaklega hress og kát kona og hafi góð áhrif á alla sem hún umgekkst. Sigga var myndarleg hús- móðir og sérstaklega mikil hannyrðakona. Ég dáðist oft að handverki hennar, en hún taldi út og saumaði listamyndir. Hún var mikil amma og talaði oft um fólkið sitt, sérstaklega barna- börnin sem hún elskaði og dáði. Það er erfitt að kveðja vin- konu sem hefur verið mér sam- ferða í 63 ár og ég á erfitt með að sjá fyrir mér að geta ekki hringt í hana Siggu mína og spjallað eða kíkt með henni í Úthlíðina. Við vorum reyndar alltaf á leiðinni í Úthlíð undanfarna mánuði, biðum bara eftir betra veðri og skárri heilsu. Sigga fór hins vegar í aðra ferð svo þessi Úthlíðarferð verður víst ekki farin eins og upphaflega var ráð fyrir gert. Ég er þakklát fyrir hennar einlægu vináttu og allar dýr- mætu samverustundirnar okkar í gegnum árin. Ég votta Kristófer og fjöl- skyldunni allri mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæra vinkona. Hittumst seinna. Guðmundína Ingadóttir (Día). Þrjár konur og tveir karlar hlutu það góða hlutskipti að giftast inn í vinahóp níu MA- stúdenta sem útskrifuðust vorið 1966. Sigríður Magnúsdóttir, eða Sigga eins og við kölluðum hana alltaf, var ein þeirra. Vin- átta stúdentanna var sterk og einlæg, enda átti þetta unga fólk það sameiginlegt að hafa komið víða að til náms á Ak- ureyri og það leitaði stuðnings og styrks hvert hjá öðru í fjóra vetur fjarri fjölskyldum sínum. Sigga var fljót að falla að hópn- um. Hún var hrein og bein og gott að vera í návist hennar, hress, glöð og jákvæð. Tæp fimmtíu ár eru liðin frá því hópurinn útskrifaðist og margt hefur gerst á þeim tíma, framhaldsnám og ævistarf, barneignir og barnabörn. Hóp- urinn dreifðist um lönd og álfur, en alltaf var sterkur þráðurinn sem tengdi hann saman. Und- anfarna áratugi hefur hópurinn hist nokkuð reglubundið og allt- af er samveran jafn gefandi og skemmtileg. Við makarnir bundumst einnig sterkum bönd- um og fylgdumst vel með því sem gerðist hvert hjá öðru. Sigga var áhugasöm um hagi okkar hinna og deildi með okk- ur gleði sinni og sorgum. Sigga og Kristófer voru höfðingjar heim að sækja og húsið stóð ætíð öllum opið, enda gestrisnin í öndvegi. Sigga sýndi þörf fé- laganna að spjalla og rifja upp gamlar minningar frá skólaár- unum mikinn skilning og þol- inmæði. Hún hafði mikla ánægju af handavinnu, hún spil- aði golf og sló mörgum við í þeirri íþrótt, var í raun mikil keppnismanneskja. Það var þungt áfall þegar Sigga greindist aftur af því meini sem hún taldi sig vera læknaða af. Hún var reið lækna- vísindunum fyrir að hafa ekki hindrað þennan framgang sjúk- dómsins, enda hafði hún svo mörg og mikilvæg hlutverk og átti enn svo mörgu ólokið. Hún var mikil mamma og ennþá meiri amma barnabörnunum sínum. Við vinirnir fylgdumst með þessari baráttu sem var þeirra beggja, Kristófers og hennar. Við þökkum Siggu sam- fylgdina, hún var okkur afar kær og hennar verður sárt saknað. Kristófer, börnum og fjöl- skyldum þeirra sendum við inni- legar samúðarkveðjur. F.h. MA-vinahópsins, Guðrún Sigurjónsdóttir. Í dag er til moldar borin Sig- ríður Svanhildur Magnúsdóttir, móðir einnar af mínum kærustu vinkonum, Guðfinnu Kristófers- dóttur. Mín fyrstu kynni af Siggu, höfðingsskap hennar og fyrirmyndar-heimilishaldi, voru gómsætar kökur sem hún sendi Guffu á heimavistina í MA, kryddkökur með bananakremi alla leið frá Ólafsvík sem við vinkonurnar skárum með reglu- stiku og borðuðum með bestu lyst. Slíkra sendinga var beðið með eftirvæntingu á vistinni, líka hjá mér sem bjó í bænum, það var einhver framandi sjarmi yfir því að borða aðsendar kök- ur frá Ólafsvík. Heimili Siggu og Kristófers stóð alltaf öllum vinum Guffu opið og þangað var gott að koma. Þau hjónin voru alltaf áhugasöm um hvað við í vina- hópnum værum að gera í lífinu og fylgdust með af áhuga. Sigga var alltaf til staðar fyrir Guffu, hún vildi leggja hönd á plóg, passa drengina hennar og hjálpa til þegar mikið stóð til, ekki síst við vor- og jólahrein- gerningar en þá var Sigga í ess- inu sínu, mætt fyrst manna og unni sér ekki hvíldar fyrr en allt var orðið tandurhreint og skín- andi. Í afmælisveislum og boðum var Sigga hrókur alls fagnaðar, enda skemmtileg kona sem hló dátt og skemmti sér vel. Hún elskaði ömmuhlutverkið og aug- ljóst að hún átti stað í hjörtum allra barnabarnanna. Nú erum við gömlu vinkon- urnar komnar á þann aldur að sjá fram á að foreldrar okkar og fyrirmyndir verða ekki alltaf til staðar. Missir Guffu minnar og drengjanna er mikill en drott- inn gefur og drottinn tekur eins og sagt er og þetta er víst lífsins gangur. Þá er mikilvægt að rifja upp og varðveita góðar minn- ingar því þær eru perlur lífsins. Elsku Guffa mín, Veddi, Dolli og Beggi, Kristófer, Dröfn, Eddi, Jóhanna og fjölskyldur, megi góður guð veita ykkur styrk og huggun. Þuríður Óttarsdóttir. HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín, þú varst alltaf til staðar þegar ég þarfnaðist þín og elsk- aðir mig af öllu þínu hjarta. Ég hugsa oft til þín og óska þess að þú værir hér hjá mér en ég veit að þér líður betur núna. Þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Þín Hrefna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.