Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Angan, bragð og tónar Toscana- héraðs á Ítalíu verða í fyrirrúmi í Vestmannaeyjum dagana 7.-9. maí næstkomandi. Einar Björn Árnason matreiðslumeistari, sem rekur veit- ingastaðinn Einsa kalda í Hótel Vestmannaeyjum auk veisluþjón- ustu, hefur boðið matreiðslumeist- urum frá Toscana, ferðamálafröm- uði og óperusöngkonunni Höllu Margréti Árnadóttur ásamt undir- leikara til Vestmannaeyja. Sigurjón Aðalsteinsson, veitinga- stjóri Einsa kalda, segir að ítölsku dagarnir í Vestmannaeyjum hefjist með styrktartónleikum Höllu Mar- grétar fyrir Eyjarós krabbavörn í Vestmannaeyjum. Hún syngur við undirleik Svetlönu Kononenko, sem einnig er búsett í Parma á Ítalíu. Efnisskráin er fjölbreytt og spann- ar allt frá íslenskum sönglögum til fjörugrar Napoli-tónlistar. Tónleik- arnir verða fimmtudaginn 7. maí kl. 20.00 í Safnaðarheimili Landa- kirkju og er miðaverð 2.500 krón- ur. Miðar eru seldir í Eymundsson í Eyjum og við innganginn. Ágóðinn rennur óskiptur til Eyjarósar. Föstudagskvöldið 8. maí verður ítölsk veisla á Einsa kalda. Meistarakokkar matreiða „Það verða hjá okkur tveir ítalsk- ir meistarakokkar, þeir Michele Mancini og Claudio Savini. Þema kvöldsins verður Ítalía, réttirnir tengjast Ítalíu og léttvínin verða frá Toscana,“ segir Sigurjón. „Við ætlum að bjóða upp á sjö rétta mat- seðil. Veislan verður á kostakjörum eða 8.900 krónur á mann fyrir mat fyrir utan vín en 15.700 með fjórum glösum af sérvöldum ítölskum vín- um. Ítalski ferðamálafrömuðurinn Alberto di Cappa kynnir alla rétt- ina og talar um matarvenjur Ítala. Halla Margrét túlkar og verður honum til aðstoðar og mun hún tala um tengsl tónlistar og matar.“ Ítalskar trufflur (jarðsveppur) verða notaðar við matseldina. Sig- urjón segir að Savini sé trufflu- sérfræðingur og eigi hlut í einu þekktasta fyrirtæki Ítalíu sem framleiði afurðir úr trufflum. Hann er í góðu sambandi við marga þekkta matreiðslumeistara á fremstu veitingastöðum heimsins. Þeir vinna að þróun rétta með trufflum í samvinnu við Savini. Sig- urjón segir það merkilegt í sjálfu sér að þessi þekkti snillingur gefi sér tíma til að heimsækja litla eyju í Norður-Atlantshafi til að matreiða. „Ég sá á þekktum veitingastað að einn rétturinn af þessum átta, ris- otto með hvítum vetrartrufflum (Alba-trufflum), kostaði þar einn og sér um 100 dollara eða yfir 13 þús- und krónur! Það er erfitt að finna dýrari afurð en hvítar vetrar- trufflur,“ segir Sigurjón. Hann seg- ir að kílóið kosti 12-20 þúsund doll- ara (1,6-2,7 milljónir). Alberto di Cappa og Halla Mar- grét verða svo með sérstaka Ítal- íukynningu í Eldheimum laug- ardaginn 9. maí og hefst hún kl. 18.00 og er aðgangur ókeypis. Þar munu þau sýna myndbönd frá Ítalíu, segja frá landi og þjóð auk þess sem Halla Margrét mun syngja fyrir gestina. Toscana-veisla og trufflur í Eyjum  Ítalskir dagar hjá Einsa kalda  Ítalskir matreiðslumeistarar með sjö rétta veislu  Sérvalin borð- vín frá Toscana  Halla Margrét heldur tónleika á ítölskum dögum í Vestmannaeyjum 7.-9. maí Ljósmynd/Gunnar Freyr Steinsson Einsi kaldi Veitingahús Einars Björns Árnasonar er í efsta sæti 80 veitingastaða á Suðurlandi hjá TripAdvisor. Tónlist Halla Margrét syngur við undirleik Svetlönu Kononenko.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.